Gripla - 01.01.1993, Page 259
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
259
í hugleiðingu sinni um þessi orð tekur Hallgrímur hugmyndir um leir-
kerasmíð, akra, kaup og verð frá mörgum ritningarstöðum og vefur
þær saman í eina heild. Stundum bendir hann greinilega á ritningar-
orðin, sem hann hefur í huga, og stundum fer hann nokkurn veginn
orðrétt með tilvísun þótt hann nefni ekki hvaðan hún sé, en oft er til-
bendingin fremur óljós en þó þekkjanleg.
Fyrsta tilvísunin er bein:
Þar finst ein þijding fijn,
þess giættu sala mijn,
af Gudz asettu radi
vm þad Zacharias spade. (XVII, 3).
í þennan spádóm er eiginlega vitnað í Matt. 27, 9-10, en af einhverri
yfirsjón er hann þar talinn vera kveðinn af Jeremía spámanni. Ef litið
er í Sak. 11, 13 í sumum nýlegum þýðingum, finnst leirkerasmiður ekki
nefndur, þar eð þær fara eftir handriti þar sem ‘fjárhirsla’ stendur í
stað leirkerasmiðs. En í Þorláksbiblíu hljóðar spádómurinn hins vegar
þannig:
Og DROTTin/7 sagde til mijn / Varpa þe/m burt / so þe/r giefest
Pottmpkurum / ein merkeleg Summa / huprrar verdur eg var
Halldenn af þeim. Og eg tok þa Þriatiju Silfurpeninga / og kast-
ade þe/m j Hws DROTTins / so þe/r skylldu giefast Pottamakar-
anum.
Fyrir Hallgrím sannar svo þessi spádómur að kaupin á akri ’pott-
makaranz’ voru gerð ‘af Gudz asettu radi' og hafa þess vegna mikil-
væga þýðingu, sem hann þarf að rannsaka. Til þess snýr hann sér fyrst
að öðrum spámanni:
Lijkest leyrkiera smid
lijknsamur drottinn vid,
sem Esaias fyr sagdi,
sialfur þad riett vt lagde. (XVII, 4).
Sjá Jes. 45, 9:
Vei þe/m sem Mpglar j mote sijnum Skapara / sem er skurned