Gripla - 01.01.1993, Page 260
260
GRIPLA
med 0drum Leyrkieruw / Seiger nockud Leirid til sijns Leirkera
smids / Huad gi0rer þu?
Hér er Guð leirkerasmiðurinn, en mannskepnunni er líkt við auvirði-
legan, brothættan leirinn, sem engin áhrif getur haft á forlög sín - sem
rétttrúaður Lútersmaður trúði Hallgrímur stöðugt á það, að hjálpræði
kæmi af Guðs náð en ‘eige af Verkunu/n / so ad eingen// hrose sier’
(Ef. 2, 9). Um þetta kveður hann í XII, 20:
Ecke er i sialfs valld sett,
sem nockrir meina,
yfirbot idrun riett
og truinn hreina.
Hugmyndin um Guð sem leirkerasmið minnir Hallgrím strax á sköp-
unarsöguna, þegar Guð skapar Adam ‘af Jardar leire / og blies einu/?/
lifande Anda j hans Naser / Og so vard Maduren ad lifande Saalu’ (I.
Mós. 2, 7):
Af leir med lijfsinz krapt
liet hann mannkynid skapt,
hrein kier til heidurs setur,
hin ónnur lægra metur. (XVII, 5).
I síðara helmingi versins snýst skáldið frá hugmyndinni um Guð sem
skapara mannkynsins í heild, og lítur á hann sem skapara forlaga hvers
einstaklings, með tilvitnun í Róm. 9, 21:
Eda hefur ecke Leyrkierasmidurin/? valld til / wt af ein///?7 Mo ad
gipra an?/ad Kierid til Heidurs / en?/ an??ad til smaanar?
í 6. versi er að nokkru leyti skipt um efni og athyglinni beint að akr-
inum, ‘en/7 Akurin/7 er Heimuren/7’ eins og stendur í Matt. 13, 38. Guð
er leirkerasmiðurinn sem á akurinn, en ‘er honum falur sa’. Meinar
Hallgrímur að Guð faðir sé orðinn leiður á heiminum og vilji losna við
hann? Hann hefur kannski í hug ritningarstað eins og I. Mós. 6, 6:
Þa jdradest Gud þad h/7//n hafde míz/znen skapad a Jprdu / og
þad angrade h/z/zn j sijnu Hiarta . . .
En úr því að versið heldur áfram með því að nefna miskunn Guðs,