Gripla - 01.01.1993, Page 261
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
261
þykir mér líklegt að Hallgrímur hafi verið að íhuga Jer. 18, 3-8. Hér er
aftur talað um Guð sem leirkerasmið, sem hefur vald til að 'af ma nid-
urbriota og fordiarfa’ (Gb) sköpunarverkið ef honum líkar það ekki,
en er samt reiðubúinn að fyrirgefa og endurbæta ‘ef þad snyr sier j
burt fra sinne Vondsku’. Seinni helmingur versins:
minstu hann mijskun heitir,
mæddum lijd huggun veitir.
bendir hvað helst á II. Kor. 1, 3:
Blessadur sie Gud og Fader DROttins vors Jesu Christi / huor
ad er Fader Myskunsemdanna / og Gud allrar huggunar / sa oss
huggar j allre vorri Hrygd.
í 7. versi stendur:
Iesus er eirn sa mann
sem akurin keijpti þann,
enn hanz bloddropar blijdir
borgunar gialldid þijdir.
Jesús, hugsaður sem kaupandi akursins fyrir ‘framande folked þad,
sem fieck ey neirn huijldar stad,’ (8. vers), minnir á fyrstu jarðarkaup,
sem nefnd eru í Biblíunni, I. Mós. 23, þegar Abraham kaupir akur Efr-
ons til að jarða lík Söru í fyrirheitna landinu:
Eg er einn wtlendur madr / og þo ein/i In/ibyggiare a medal ydar.
Giefid mier ein/i eigenlegan/i Stad / til greptrunar hier hia ydr /
so eg meige greptra þar min/i Fram/?iliden/i / se/?i hier liggur fyr-
er mier. (I. Mós. 23, 4).
Þa hneygde Abraham sig fyrer Folkenu Landsins. Og talade vid
Ephron / so ad Lands Folked heyrde vppa og sagde / Vilier þu
vn??a mier Akursins / þa bid eg ad þu vilier taka Peninga íyrir
han/i / so vil eg greptra min/i Frami/iliden/i þar wti. (I. Mós. 23,
12-13).
Hér kemur líka til greina Jer. 32, þar sem spámaðurinn kaupir akur
frænda síns, til þess að hann týnist ekki úr ættinni, en þennan stað hef-
ur höfundur Matteusarguðspjalls áreiðanlega haft í huga, þegar hann