Gripla - 01.01.1993, Page 263
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
263
fyrir utan Borgar riett Israels og framande fra Testamente Fyrer-
heitesins.
Sömuleiðis er skrifað í Hebr. 11, 13 um þá menn, sem voru uppi fyrir
tíð Krists, sem ‘a Jordu Giester og Utlender’. Að menn séu ‘af synd-
ugu edle gietnir’ styðst við Sálm. 51, 7:
Siaa þu / wt af syndsamlegu Sæde em eg gieten/i / og j synd gat
mig mijn Moder.
Um það, að fall Adams þýði fall allra manna, sjá meðal annars Róm. 5,
12 og I. Kor. 15, 22, svo og auðvitað I. Mós. 3.
í 10.-13. versi er hugmyndin lítið eitt breytt: í stað mannsins í útlegð í
heiminum, talar Hallgrímur um sálina, sem er í útlegð í líkamanum.
Salinn i vtlegd er
æ medan duelst hun hier
i holldsinz hreise naumu,
halldinn fangelse aumu. (XVII, 10).
Sbr. Róm. 7, 24:
Eg vesall madur / Huor mun frelsa mig af Lijkama þessa dauda?
í þessu samhengi minnir 13. vers nokkuð lauslega á Ef. 2, 4-5:
Hættu og hórmung þa
herrann minn Iesus sa,
0nd vora af ast og millde
vr vtlegd kaupa villde.
En/i Gud sa audigur er af Myskun / fyrir sijna miklu Elsku / med
huorre ha/in elskade oss. Þa vier vorum dauder j Syndunum /
hefur ha/in giprt oss lifande j Christo.
14.-16. vers taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í 7. versi og setja
fram friðþægingardauða Krists, með tilliti eins og áður til I. Pét. 1,18-
19, en líka til Róm. 3, 24-25:
Og verda so vtaf hnns Naad / aan verdskulldunar Riettlater / tyrír
þa Endurlausn se/n orden/i er fyrer Jesum Christum. Huorn Gud