Gripla - 01.01.1993, Page 265
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
265
inn. En svo kviknar ný hugsun: akur er þó ekki bara grafreitur, heldur
vinnusvæði, þar sem frækorn verða að bera ávöxt, og kristnir menn (og
þó sérstaklega prestar) eiga að vera samstarfsmenn Guðs við ræktun
akursins. Sjá t.d. Jóh. 4, 35-38 og ennfremur I. Kor. 3, 6 og 9:
Eg plantade / Apollo vpkuade / en« Gud hefur friofgunena gief-
id . . . Þui vier eru/u Guds Samerfidismen/7 / þier erud Guds
Akurvin/ia / og Guds Vppbygging.
Með því móti getur Hallgrímur að nokkru leyti endurgoldið náðargjöf
Krists:
Þu gafst mier akurinn þinn,
þier gief eg aptur minn,
ast þijna a eg rijka,
eigdu mitt hiartad lijka.
Eg gief og allann þier
æ medann tore eg hier
avógstinn idiu minnar
i akri christnennar þinnar. (XVII, 24-25).
Síðari helmingur 24. vers, þar sem Hallgrím langar til að endurgjalda
ást Jesú, minnir á I. Jóh. bréf 4, 19:
Laatum oss han// elska / þui ha//n hefur elskad oss fyrre.
En ‘i akri christnennar’ er kristinn maður bæði vinnumaður og sjálft
sáðkornið, sem á að bera ávöxt andans (Gal. 5, 22-25), og minnir 25.
vers líka á dæmisöguna um sáðmanninn í Matt. 13, 3-8, sérstaklega á 8.
vers:
En// sumt fiell j goda Jord og færde Avpxt / sumt hundradfalld-
an// / sumt sextugfalldan/i / sumt þritugfalldan//.
í lokaversinu er grundvallarhugmyndin áþekk en þó ekki eins, enda er
þar rætt um uppskeru sálnanna eftir dauðann, og tengir Hallgrímur hér
saman á óviðjafnanlegan hátt tvo þekkta ritningarstaði. Annar er
dæmisagan um hveitið og illgresið, Matt. 13, 24-30, sérstaklega síðasta
versið:
Laatid huortueggia vaxa asampt allt til Kornskurdar / og a Korn-
skieru Tijma / skal eg seigia til Kornskurdarman//an//a / Lesid