Gripla - 01.01.1993, Page 269
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
269
Gude var þekt þad græna tried,
glóddust himnar og iordinn med,
i hanz fæding þad vitnast vann
og vid Iordan þa skyrdist hann. (XXXII, 5).
Hér er vísað í lofsöng englanna við burð Krists (Lúk. 2,14) og í rödd-
ina sem heyrðist af himnum þegar Jesús skírðist (Matt. 3,16-17). Síðar-
nefnda staðinn hefur Hallgrímur sennilega verið að hugleiða, af því að
rétt á undan, í predikun Jóhannesar skírara, stendur:
Af þui nu er 0xen/i allareidu sett til Rotar Trian/ía / þui mun
huort þad Trie sem ecke giorer godan/z Auoxt / vpphpgguast / og
j Elld kastast. (Matt. 3,10).
Sbr. 17. vers:
Þui goda trienu þirmt var sijst,
þurrum fausk mun þa balid vijst;
(en aðeins hér í sálmi þessum minnir Hallgrímur á helvíti). Sbr. líka:
Skadsemdar tried sem skiemde iord
skipadi drottinz reide hord
vpphoggua so þad ecki þar
akrinum sie til hindrunar. (XXXII, 10).
Hér er þó líka um aðra, mikilvægari tilvitnun að ræða, sem skýrt verð-
ur frá hér á eftir. Þá leiðir hugsunin um skírn Jesú til orða Jóhannesar
skírara í því sambandi í Jóh. 1, 29:
Siaed / þar er þad Lambid Gudz huort ed ber Heimsins Synder.
Sjá líka Opinb. 5, og sbr. 32. sálm, 6. vers:
saklausa lambid son Gudz eirn
af synd og lijtum klar og hreinn.
Ein helsta tilvitnunin, sem Hallgrímur notar sér en Eintal ekki, er
dæmisagan um fíkjutréð í víngarðinum, Lúk. 13, 6-9:
Þar hafde eirn eitt Fijkiutrie plantad j sijnum Vijngarde / Han«