Gripla - 01.01.1993, Page 270
270
GRIPLA
kom og leitade Auaxtar a þui og fan/í eige. Þa sagde hann til
Vijngardzmannsins / Sia / Nu j þriu aar hef eg aarlega komid og
leitad Auaxtar af þessu Fijkiutrie / og funded eige / h0gg þad þui
af / Huar til hindrar þad Gardlended? Enn haun suarade og
sagde til hans / Herra lofa þui ad standa þetta aared / þar til eg
gref vm þad I og læt ad myke. Ef þad villde so Au0xt færa / enn
ef eige / þa h0gg þad eptera af.
Dæmisöguna útskýrir Hallgrímur í 10.-12. versi þannig, að Guð faðir-
inn er víngarðseigandinn, sem ætlar að láta tréð 'vpphoggua so þad
ecki þar / akrinum sie til hindrunar’ (10). Þá er ‘Vor Iesus’ víngarðs-
maðurinn sem ‘vægdar bad’ (11), en áburðurinn, sem hann lætur á, er
‘hanz dyra blod’ (12). Af því leiddi við friðþægingardauða Krists að:
hid græna tried var hrakid og hrist,
hier af þad visna blomgadist. (XXXII, 13).
Hér er vitnað í Esek. 17, 24:
Og 011 Landsins Trie skulu fornema / ad eg DROTtinn hafe nid-
urþryckt þui haafa Trienu / og vpphafed þad hid nidurþryckta
Tried / og giprtt þad græna Tried þurt / og þad þurra Tried
Grænt.
Orð Hallgríms í 15. versi um það, að ‘mannz holld’ sé ‘villt’, minnir á
II. Pét. 2, 18, og 16. og 18. vers minnir bæði á Róm. 2, 4 og II. Pét. 3,
3-9:
Margir ætla fyrst ecke strax
afellur hefndinn sama dags,
drottinn þa alldrei mune meir
minnast a þad sem giordu þeir.
Ef nu Gudz milldinn astsamlig
ohegnda sal mijn lijdur þig,
hanz þolinnmæde halltu hier
hialprædis medal giefid þier. (XXXII, 16, 18).
Sbr.:
DROTTinn seinkar ei / sijnu Fyrerheite / so sem sumer hallda