Gripla - 01.01.1993, Page 271
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
271
þad iyrir seinkun / Helldur hefur hann Þolenmæde vid oss / og
vill ei þad nockur fortapest / helldur þad hupr Madur snue sier
til yferbotar. (II. Pét. 3, 9).
í 17. versi er vísað bæði beint í Lúk. 23, 36, uppistöðu sálmsins, og í
Róm. 8, 32. Sbr.:
Þui goda trienu þirmt var sijst,
þurrum fausk mun þa balid vijst;
hafi fadirinn hirt sinn son,
hefndar mun þrællinn eiga von.
Sbr.:
Hupr ad ei þyrmde sijnum eiginnlegum Syne / helldur gaf ha«n
vt íyrir oss alla.
Bænin í 19. versi:
giæskunnar eikinn græn og fyn
geimdu mig vndir skugga þijn.
minnir á nokkra ritningarstaði, eins og Sálm. 17, 8 og 121, 5, en einkum
á dæmisöguna um mustarðskornið, sem verður að stóru tré
og fær mykla Kuistu / so ad Fuglar Himens kun/ia ad byggia
vnder þess Skugga. (Mark. 4, 32).
Nokkrir ritningarstaðir koma líka til greina í sambandi við 20. vers:
holldid ma ei fyrir vtann kross
eignast a himnum dyrdar hnoss.
Þar á meðal er Matt. 10, 38 og II. Kor. 1, 5-6, en í lokaversinu er bland-
að saman næstum orðréttri tilvísun í Sálm. 25, 16 (‘Snw þier til mijn /
og vert mier Myskunsamur’), og bæn um ‘himneskan náðarvökva’, sem
minnir á ýmis vers, þar sem talað er um blessun Guðs sem vökvun,
meðal annarra Jes. 41,17-18 og 44, 3-4. Það er þó helst í Esek. 34, 26-
27 sem Hallgrímur hefur fundið þessa hugmynd tengda öðrum, sem
hann meðhöndlar í 32. sálmi:
Eg vil blessa þa / og allar mijnar Hæder allt vm kring / og laata