Gripla - 01.01.1993, Síða 280
280
GRIPLA
imidlertid sket en teknisk fejl, som forársager at tekst og foliering ikke
passer sammen. Denne fejl gpr de eksisterende beskrivelser ikke op-
mærksom pá.
Hándskriftets 17. læg, der indeholder en del af biskop Arnes Kri-
stenret, bestár af 8 sammenhængende blade (4 ark). De indgár i den
fortlpbende foliering som bladene 129r-136v, sáledes at bladene 129-
136, 130-135, 131-134 og 132-133 er sammenhængende. Teksten svarer
imidlertid ikke til denne foliering. Ved indbindingen er der sket en
forkert kollationering af bladene, sáledes at det nu yderste ark (blad
129-136) burde have været inderste ark i lægget, efterfulgt af blad 130-
135, 131-134 og yderst det nu inderste blad 132-133.
For at fá en fortlpbende tekst bpr dette læg som fplger læses i ræk-
kefplgen: 132r-v, 131r-v, 130r-v, 129r-v, 136r-v, 135r-v, 134r-v og
133r-v.
Bent Chr. Jacobsen
BREVIARIUM NIDROSIENSE OG ÞORLÁKUR HELGI
Erik valkendorf erkibiskup í Niðarósi lét prenta árið 1519 tvö merkis-
rit ætluð klerkum og kirkjum erkibiskupsdæmisins, eða pro usu totius
regni Norvegie, eins og stendur á titilblaði þeirrar bókar sem lokið var
við að prenta í Kaupmannahöfn þetta vor. Sú bók er nefnd Missale
Nidrosiense. En um mitt sumar luku prentarar í París prentun hinnar
bókarinnar, sem er kölluð Breviarium Nidrosiense.
Breviarium er afburðavel prentað í tveim litum, svörtum og rauðum,
enda var verkið unnið af tveim frægustu prenturum Frakka á þeirri tíð.
Missale er miklu stærri bók og veglegri, og einnig prentuð í tveim lit-
um, svörtum og rauðum, en prentunin er síðri. Þó er hún talin eitt
merkasta verk frá fyrstu tíð danskrar prentlistar.
Báðar bækurnar hafa verið gefnar út í nákvæmri eftirlíkingu (fac-
simile) og er sitt eintakið af hvorri í bókasafni Árnastofnunar hér í
Reykjavík (norska bókagjöfin 1974).
í báðum þessum bókum er Þorláki helga sýndur sómi 23. desember.
í Missale er hans minnst með tíðasöng (officium) sem er tekinn upp úr
Commune sanctorum, en það var safn tíðabæna sem sungnar vóru á