Gripla - 01.01.1993, Side 282
282
GRIPLA
ÞÝSKAN í GRÆNLENDINGA SÖGU
í Grænlendinga sögu er nefndur suðurmaður að nafni Tyrkir og var í
ferð með Leifi Eiríkssyni þegar hann fór að leita Vínlands. Tyrkir þessi
gekk lengra en aðrir menn þegar hann fór ásamt öðrum að kanna
landið og fann vínvið og vínber og varð síðastur til búðanna og hagaði
sér undarlega þegar Leifur spurði hann hví hann hefði orðið svo seinn.
Sagan verður ekki slcilin á annan veg en að hann hafi orðið drukkinn
af því að bragða á vínberjunum og greip þá til móðurmálsins: ‘Hann
talaði þá fyrst lengi á þýzku [. . .]' stendur í öllum útgáfum sögunnar.
Grænlendinga saga er einungis varðveitt í Flateyjarbók. í útgáfu
þeirra Guðbrands Vigfússonar og C. R. Ungers, Flateyjarbók I, Christ-
iania 1860, sem er prentuð eftir eftirriti Guðbrands af handritinu sjálfu,
er þessi setning þannig á bls. 540.11: ‘Hann talade þa fyst leinge a
þyrsku’. Og þannig hafa aðrir lesið á undan Guðbrandi. í útgáfu Ger-
hard Schönings af Heimskringlu (Havniæ 1777) er Grænlendinga saga
prentuð í fyrsta hefti, bls. 304-326. Þar er þessi setning þannig (bls.
310.20-21): ‘hann taladi þá fyrst lengi á þyrsko’. í Antiqvitates Ameri-
canæ, sem Finnur Magnússon gaf út í Kaupmannahöfn 1837, er setn-
ingin prentuð á bls. 35.3-4: ‘Hann talaði þá fyrst leingi á þýrsku’. í at-
hugasemd neðanmáls bendir Finnur á að þýrskr sé samandregin mynd
orðsins þýðverskur og nefnir til samanburðar að í Lögmannsannál
(AM 420 b 4to) standi við árið 1391: ‘sett dagh þínghan í millum drotn-
ínghar Margrétar ok þýrskra, ok komu þeir ekki’, og við árið 1392:
‘Ufaraár mikit í skipbrotum ok byrleysum, bæði með Þýrskum, Ænsk-
um ok Norrænum.’
í Flateyjarbók, dálki 282.57, er dálítið óskýr sá stafur sem Guð-
brandur og aðrir á undan honum hafa lesið ‘r’ í orðinu ‘þyrsku’. Sama
er að segja um staf þann sem Finnur Magnússon las ‘r’ í orðunum
‘þýrskra’ og ‘Þýrskum’ í handriti Lögmannsannáls; handritið er mjög
máð á þessum stað og ekki veit ég nema þar eigi að lesa ‘þyiskra’ og
‘þyiskum’. Því til stuðnings eru leshættir í Bevers sögu í Perg. 4to nr. 6,
handriti frá því um 1400. Þar stendur skýrt skrifað ‘þyiskalandi’ bl.
14rl9, ‘hín/r þyisku’ bl. 14v24, en aftur á móti ‘þyska \aná' bl. 14rl7, sjá
EIM X. Gustaf Cederschiöld, sem gaf söguna út í Fornsögur Suðr-
landa (Lund 1884), prentar á bls. 210, kap. II. 6-7: ‘Þyesku land’. Þar fæ
ég ekki betur séð en að í handritinu sjálfu standi ‘þyisku \aná' bl. 3vl4.
f handriti Konungsannáls, GKS 2087 4to, f. 44ra4, er aftur á móti skýrt