Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 7

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 7
sem ég get aldrei gleymt. „Ég ætlaði að tala um guð við drengi. En þess í stað talaði ég við guð um drengi.” Þá fyrst værum við í kreppu og alvarlegri kreppu ef við hættum að tala við guð. Það er hið eiginlega og ævarandi hlutverk kirkjunnar að tala við guð um þjóðina okkar og um kirkjuna sem við erum kölluð til að þjóna og laða og leiða, um þjóðina sem við erum kölluð til þess að laða og leiða að lindum hins lifandi orðs, hins lifandi vatns. Ef við verðum ekki biðjandi kirkja, leitandi auglitis guðs. Einu sinni var sagt: „Strangt til tekið þá ættum við að segja að kirkjan sé alltaf í kreppu, en að hennar helsti veikleiki sé sá að hún veit sjaldnast af því." Við þykjumst vita það um þessar mundir, við erum jafhvel allt of viss um það að kirkjan sé í kreppu. Við getum bent á ótal dæmi um það af vettvangi dagsins. Fólk hefur lýst vonbrigðum sínum yfir kirkju sem sé fjarri þeim háleitu markmiðum sem hún á að vinna að og standa fyrir. Oft virðist tungutak kirkjunnar, orðfæri og tjáningarform fjarlægt samtímanum, og kirkjan ekki í „takti við tímann“. Sérhver kristin manneskja sem hlustar og hugleiðir strauma og stefnur í umræðu samtímans hlýtur að fmna hvemig efinn sækir á um styrk eigin trúar og þeirrar kirkju sem á að bera og næra og leiða í trú og í von og í kærleika. Kirkja sem kölluð er til að byggja samfélag fólks um iðkun og athafnir sem greiði veg uppeldi í trú og sið, hlýtur að finna til vanmáttar síns á tímum vaxandi einstaklingshyggju, neyslu og áhorfs, þar sem æ fleiri lifa í gegnum skjáinn, matreidda tilveru skoðanamótendanna, auglýsinganna, fjölmiðlanna. Kirkja sem á að vera samfélag um iðkun trúar þar sem við njótum styrks hvert af öðru, þeirrar trúar sem er traust og tryggð og trúnaðarsamfélag við æðri mátt, verður hún ekki utangátta í heimi þar sem keppikeflið æðsta virðist að raunhæfa sjálfan sig hvað sem það kostar, að finna sjálfan sig og vera sinn eigin herra? Kirkja sem hefur boðskap að flytja og ber að boða einn, sannan guð hlýtur að finna að sér kreppt þegar fjölhyggjan sækir á og hefðbundið orðfæri kirkjunnar verður æ meir framandi og jafnvel ögrandi. Kirkja sem kölluð er til að bera vitni um vilja guðs og leiðsögn orðs hans hlýtur að vera í vanda þegar sjálfhverf afstæðishyggja leggst yfir með vaxandi þunga. Kirkja sem á að benda á gömlu göturnar mannúðar og miskunnsemi og samhjálpar virðist skelfing gamaldags þegar hnattvæðingin sækir á og hin alhelgu peningasjónarmið ryðja sér æ meir til rúms og þar sem það fólk sem ekki getur fylgst með í þeim straumi og fjárfest, það þokast æ meir út á jaðarinn. Samtími okkar lofsyngur menningu og uppeldi sem leggur ofuráherslu á fullnæging þarfanna og að forðast sársaukann í lífinu og viðurkennir engin mörk og engar hömlur að því er virðist, en veldur skertri sjálfsmynd, rótleysi og tilgangsleysi og hrekur fólk inn í flóttaleið vímufíknar sem svo oft endar með skelfingu. Og hrópar á forvamir og leggur ofuráherslu á tæknilausnir en vill gleyma að forvamir eru uppeldi og uppeldi byijar heima þar sem virðing og trúfesti, kærleikur, umhyggja, ást og náð er lífinu skjól og vöm. Og víst fínnum við sem störfum á vettvangi hinnar þúsund ára gömlu kirkju til öryggisleysis og óvissu andspænis þessu öllu. Ögmn verður að mæta jafnframt því sem kirkjan er sjálfri sér trú, eðli og innihaldi trúar sinnar og meistara sínum og Drottni. Kristin trú hefur reyndar alltaf þurft að glíma við heiminn, vera í heiminum en ekki af heiminum. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.