Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 9

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 9
heldur til að bjóða til veislu guðs ríkis, og þess lífs í fullri gnægð sem Kristur býður og gefur. Það verður meginviðfangsefni kirkjunnar, kristinnar kirkju á nýrri öld að veita leiðsögn í andlegum efnum og laða og beina för fólks til samfélags við Jesú Krist. Að leggja bömunum okkar bænarmálið á varir og hjarta og miðla þeirri trú sem starfar í kærleika. Þjóðkirkjan verður að móta á vettvangi safnaða sinna nærsamfélag þar sem náðin er veruleiki, trúin og vonin og kærleikurinn er ekki mynd á vegg heldur lifað líf. Það er í þessu sem úrslitin ráðast um framtíð kristni á íslandi. Og hér er okkar verkefni. Bæði í Gamla- og Nýja testamentinu er lögð áhersla á að skýrasti mælikvarði á trú birtist í því hvemig þörfum hinna snauðu er sinnt. Trúfesti við hinn lifandi guð kemur fram í því að láta neyð hinna fátæku ganga sér að hjarta eins og Kristur gerði. I Gamla testamentinu em þau gjaman nefnd sem samnefnari hinna fátæku, útlendingurinn og ekkjan. Við höfum þau enn á meðal okkar. í miðdepli boðunar Jesú var samstaða og samlíðun guðs með hinum snauðu og sjúku og fram hjá því megum við ekki líta. I orði og sakramentum erum við umvafin fómandi kærleika Krists sem gefur okkur kraft og kjark til að bregðast við með verkum réttlætis og miskunnsemi í þágu hinna þjáðu og smáðu okkar á meðal. Á okkar velmegunartímum horfumst við í augu við þá þverstæðu að bilið breikkar milli auðs og örbirgðar. Prestar kirkjunnar verða áþreifanlega varir við þá erfiðleika og skort fólks í sóknum sínum, fólks sem virðist festast með einhverjum hætti í vítahring fátæktar, umffarn allt öryrkjar og bótaþegar. Og þetta er dapurleg staðreynd. Enn berast að eyrum okkar óp hinna fátæku, útlendingsins og ekkjunnar. Þjóðkirkjan heitir á stjómvöld að taka á þessum málum eins og gefin em fýrirheit um í stjómarsáttmálanum. Og þó er okkur svo vel ljóst að efnahagslegar og pólitískar aðgerðir verða seint til þess að uppræta allan skort og neyð hversu þéttriðið sem öryggisnet almannatrygginganna verður. Það þarf líka hina siðferðilegu afstöðu og ábyrgð sérhvers einstaklings. Og þar kemur til okkar kasta. Sóknir kirkjunnar þurfa að efla kærleiksþjónustu safnaðanna og hvetja okkur hvert og eitt til ábyrgðar, að við eigum að gæta meðbræðra okkar og systra. Sóknir kirkjunnar em hvattar til styrkja Hjálparstarf kirkjunnar svo hún geti eflt aðstoð sína innanlands jafnframt því sem þróunar- og neyðarhjálp erlendis er aukin. Þær em hvattar til að taka málefni kristniboðsins upp á arma sína. Um leið og ég segi þetta vil ég þakka þau stórkostlegu viðbrögð sem þjóðin sýndi við ákalli Hjálparstarfs kirkjunnar til hjálpar bömum í ánauð á Indlandi nú í vor. Það var dýrmæt þjóðargjöf í tilefni kristnihátíðar. Þjóðkirkjan hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samtíð og á 21. öldinni. Engin stofnun á Islandi getur sýnt fram á annað eins samhengi í þjóðarsögunni og kirkjan. Og um það viljum við standa vörð um leið og við mætum trúarþörf samtímans með næringu hins heilnæma orðs fagnaðarerindisins. Þjóðkirkjan hefur verið kjölfesta í samfélaginu og við skulum standa vörð um þá kjölfestu. Þjóðkirkjan hefur breiðari snertiflöt við heimili og stofnanir samfélagsins en nokkur önnur stofnun. Með uppeldi heimilanna, fræðslustarfi safnaðanna, bamastarfi, fermingarfræðslu og æskulýðsstarfi vill þjóðkirkjan greiða veg kristnu siðgæði og veita leiðsögn og stuðning í siðgæðislegum efnum. Og í ljósi kærleiksboða Krists og gullnu reglunnar vill hin opna þjóðkirkja stuðla að umhyggju og umburðarlyndi, virðingu fyrir manngildinu og lotningu fýrir lífi. Þjóðkirkjan er í eðli sínu 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.