Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 25
Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um úrskurðamefnd og
áffýjunamefhd nr. 730/1998.
Um er að ræða smávægilega tæknilega breytingu þannig að fullt samræmi sé milli
þjóðkirkjulaganna og starfsreglnanna á þessu sviði.
Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um kirkjuþing nr. 729/1998.
Um er að ræða nauðsynlegar breytingar á starfsreglum um kirkjuþing vegna tillagna
um kirkjuráð og fastanefndir kirkjunnar.
Tillaga um ábyrgðarsjóð kirkjunnar, 35. mál kirkjuþings 1999.
Þama er fjallað um þær hugmyndir sem ffam komu á kirkjuþingi 1999. Er lagt til að
útfærslan verði sú að mynduð verði ábyrgðardeild í Jöfnunarsjóði sókna til að gangast
í ábyrgðir vegna lána sem sóknamefndir taka.
Mál sem flutt em á vegum biskupafundar:
Tillaga biskupafundar um ffamtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, 14.
mál kirkjuþings 1999.
Um er að ræða tillögu að stelhumörkun og hefur verið aflað umsagna héraðsfunda og
fleiri aðila um hugmyndimar.
Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma nr. 731/1998.
Um er að ræða ýmsar breytingar á sóknar- og prestakallaskipan landsins, svo og
tilteknar hugmyndir um prófastsdæmin.
Tillaga að starfsreglum um kenningamefhd.
Um nefhdina er mælt í þjóðkirkjulögum. Tillögumar fjalla um nefndina, skipun hennar
og störf.
Tillaga til þingsályktunar um tilraunaverkefni í Grafarvogssókn og
Grafarvogsprestakalli.
Um er að ræða mál sem fjallað var um á kirkjuþingi 1999 og þá vísað til umljöllunar
réttra kirkjustjómaraðilja. Málið er lagt hér fram að nýju með umsögnum.
Onnur þingmál
Dóms- og kirkjumálaráðherra leggur hér fram eitt mál, en það er frumvarp til laga um
breyting á lögum um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.
Er um að ræða að skipun sóknarpresta færist til biskups Islands og jafnframt að
sérákvæði þjóðkirkjulaganna, 51. gr., um skipun sóknarprests á Þingvöllum falli brott.
Þá er ljóst að þingmannamál verða lögð fýrir kirkjuþing eins og fram kemur í
málaskrá þingsins.
Sjóðsstjórn
Kirkjuráð stýrir kristnisjóði, Jöfnunarsjóði sókna og kirkjumálasjóði. Kirkjuráð hefur
nú sem endranær veitt fé til margra nytsamra og góðra verkefna auk þess að halda
uppi margvíslegri starfsemi hjá hinum ýmsu stofnunum kirkjunnar, en rétt er að minna
á að verkefni sjóðanna em að mestu leyti lögbundin. Úr Jöfnunarsjóði var úthlutað að
þessu sinni tæplega 209 milljónum króna en úr kristnisjóði tæpum 35 milljónum.
21