Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 44

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 44
í þéttbýli, þar sem sóknarprestur starfar einn, skal hann njóta stoðþjónustu sérþjónustupresta, héraðspresta eða nágrannapresta. I dreifbýli skal þessum markmiðum náð með auknu samstarfi sóknarpresta. Prófastur skipuleggur samstarfið. Sérþjónusta kirkjunnar felst í því að afmarkaður hópur nýtur þjónustu prests, djákna og/eða að sérþjónustuprestsembætti sé falið tiltekið verkefni. Afmörkunin kemur til vegna sérstakra aðstæðna einstaklinga þeirra sem í hlut eiga, sem oftast eru þannig að þeir geta ekki nýtt sér almenna þjónustu. Mikilvægt er að bæta og efla þjónustu kirkjunnar. Nýta verður hvert embætti sem best, og leitast við að skipulagið sé þannig úr garði gert að gætt sé hagkvæmni, skilvirkni og einfaldleika í hvívetna eftir því sem kostur er, svo að fjármunir nýtist sem best. Málefnið varðar hagsmuni kirkjunnar í heild. Eðlilegt er að ljölmennar og fjársterkar sóknir taki þátt í að standa straum af kostnaði við ráðningu nýrra presta. Þannig má fjölga prestum í fjölmennum sóknum, án þess að strax verði mynduð ný sókn eða byggð ný kirkja. Eðlilegt er að grunnviðmiðunin sé sú að þjónustubyrðin á hvern prest sé sem áþekkust enda er um að ræða þjónustu við allt þjóðkirkjufólk landsins. Þetta er grunnforsenda fyrir skipulagi kirkjunnar á þjónustu sinni. Frávik má því aðeins gera ef önnur sjónarmið þykja vega þyngra á metunum. Samkvæmt þessu er meginreglan sú að meðaltalsmannfjöldi sá, sem hver prestur á að þjóna, er um 2000 til 3000 sóknarböm. Leitast verður við að ráðstafa til þeirra prestakalla þar sem þjónustubyrðin fer fram úr þessari viðmiðun prestsembættum eftir því, sem föng verða á. Einnig má styrkja prestsþjónustuna með þjónustu djákna, svo og öðru starfsfólki, sem sóknamefndir ráða. Vegna landfræðilegra aðstæðna, svo sem vegalengda og ijallvega, er nauðsynlegt að lækka þessa viðmiðun í dreifbýli. Þegar meta skal frávik í þéttbýli skal taka tillit til þeirrar þjónustu sem héraðsprestar, sérþjónustuprestar, djáknar og starfsfólk safnaða veitir, auk þjónustu stofnana kirkjunnar og annarra. Sóknin er grunneining í öllu starfi kirkjunnar. Ut frá því, sem hér á undan er sagt um þjónustu kirkjunnar, má draga þá ályktun að meginreglan hljóti að vera sú að í hverju prestakalli séu ekki fleiri en fjórar sóknir. Fleiri sóknir leiða til þess að starfssvæði stækkar og samstarfsaðilum ijölgar í prestakalli og þá glatast bæði yfirsýn og hagræði minnkar. Um skipan prófastsdæma Um skipan prófastsdæma gilda sömu reglur og um skipan sókna og prestakalla að meginstefnu til. Eðlilegt er að líta til skipulags prófastsþjónustunnar í tengslum við mat á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. I því sambandi er litið til eðlis starfa prófastanna, sem trúnaðarmanna og ráðgjafa biskups í héraði, þeirra skyldna sem á þeim hvíla, sbr. einkum starfsreglur um prófasta nr. 734/1998 og jafnframt þess grundvallaratriðis að prófastsdæmi markar kirkjulegu starfi í héraði ramma, sbr. starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 733/1998. Prófastsdæmi er samkvæmt þessu starfssvæði eða umdæmi prófasts annars vegar og landfræðileg umgjörð kirkjulegs starfs á héraðsvísu hins vegar. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.