Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Blaðsíða 52
Starfsreglur um kosningu biskups íslands og vígslubiskupa
8. mál, flutt af kirkjuráði
1. gr. Kjörgengur til embættis biskups íslands og vígslubiskups er hver guðffæðikandídat,
sem fullnægir skilyrðum til þess að vera skipaður prestur í þjóðkirkjunni.
2. gr. Kosningarrétt við biskupskjör eiga
a) biskup Islands, vígslubiskupar, sóknarprestar, prestar, héraðsprestar og
sérþjónustuprestar, sbr. 33. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr.
78/1997
b) kennarar guðfræðideildar sem eru í föstum embættum eða störfum (prófessorar,
dósentar eða lektorar) enda séu þeir guðfræðikandidatar
c) prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar
d) leikmenn á kirkjuþingi
e) leikmenn, sem sitja í kirkjuráði
f) leikmaður í héraðsnefnd hvers prófastsdæmis, eða varamaður hans, sitji aðalmaður á
kirkjuþingi. Auk aðalmanna, hafa kosningarrétt varamenn leikmanna í héraðsnefndmn
Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og
Kjalamessprófastsdæmis.
3. gr. Kosningarrétt við vígslubiskupskjör eiga
a) biskup íslands og vígslubiskupar í báðum vígslubiskupsumdæmum, svo og
sóknarprestar, prestar og héraðsprestar í vígslubiskupsumdæminu og
sérþjónustuprestar, sem hafa starfsstöð í vígslubiskupsumdæminu, sbr. 33. gr. laga um
stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997
b) kennarar guðfræðideildar sem eru í föstum embættum eða störfum (prófessorar,
dósentar eða lektorar) enda séu þeir guðffæðikandidatar
c) prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar í vígslubiskupsmndæminu
d) leikmenn úr vígslubiskupsumdæmi á kirkjuþingi
e) leikmenn, sem sitja í kirkjmáði
f) leikmaður í héraðsnefnd hvers prófastsdæmis í vígslubiskupsdæmi, eða varamaðm hans,
sitji aðalmaður á kirkjuþingi. Auk aðalmanna hafa kosningarrétt varamenn leikmanna í
héraðsnefndum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og
Kjalamessprófastsdæmis, ef því er að skipta.
4. gr. Kjörstjóm við kirkjuþingskjör, sbr. stmfsreglur um kirkjuþing, er jafiiffamt kjörstjóm
við kjör samkvæmt starfsreglum þessum.
5. gr. Kjörstjóm ákveður hvenær kosning skal fara fram og semm kjörskrá er miðist
við 1. dag tiltekins mánaðar. Miða skal kosningarrétt og kjörgengi við embætti og
störf þann dag. Kjörskrá skal liggja frammi á Biskupsstofu og hjá próföstum landsins í
tvær vikur hið skemmsta frá auglýsingu, sbr. 3. mgr.
Heimilt er kjörstjórn að láta kjörskrá liggja ffammi á fleiri stöðum svo og að birta
hana á svæði þjóðkirkjunnar á Netinu.
Kjörstjórn auglýsir ffamlagningu kjörskrár og kærufrest svo og heimild til tilnefhingar
kjörgengs manns og frest til að skila tilnefningu sbr. 6. gr. í Lögbirtingablaði og
tvisvar í Ríkisútvarpinu að lágmarki. Kæmffestm skal að jafnaði vera tvær vikm frá
birtingu auglýsingar í Lögbirtingarblaði.
A kjörskrá skal taka þá sem eru kosningarbærir sbr. 2. og 3. gr. eftir því sem við á, við
lok kæmffests.
48