Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 61

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 61
14. gr. Biskup setur hverri kirkju máldaga, kirkjuskrá. í máldaga skal greina eignir kirkju, tekjustofna og réttindi, kvaðir er á kirkju kunna að hvíla, sóknarmörk og þjónusturétt, sem sóknin á tilkall til. Máldagann og breytingar á honum skal skrá í sérstaka bók, máldagabók, er biskup löggildir. Affit máldagans skal vera í vörslu biskups. Öðrum guðshúsum, sbr. stafliði b-g í 1. gr. skal einnig settur máldagi. Sóknamefnd varðveitir máldagabók og ber ábyrgð á að máldagi greini jafnan frá eignum og réttindum kirkju. í máldagabók skal einnig skrá eins haldgóðar upplýsingar og völ er á um kirkjuna, byggingarsögu hennar, endurbætur, viðhald, búnað og kirkjumuni er kirkjan á. Biskup og prófastur kanna máldaga er þeir vísitera, árita máldagabækur og gera athugasemdir ef efin þykja standa til þess. Máldagar þeir, er greinir í erindisbréfi handa biskupum 1. júlí 1746, 16. gr., sbr. konungsbréf frá 5. apríl 1749, sem löggildir máldaga Gísla biskups Jónssonar, gilda svo sem tíðkast hefur. Eldri máldaga kirkju skal eftir föngum skrá í máldagabók. 15. gr. Nú verður ágreiningur um fomar eignir og réttindi kirkna og eru þá eftirgreindar skrár áreiðanlegar og löggiltar kirkjuskrár og máldagabækur, sbr. erindisbréf handa biskupum 1. júlí 1746, 16 gr. og konungsbréf 5. apríl 1749, sem löggildir máldaga Gísla biskups Jónssonar, gilda sem tíðkast hefur. 1. Máldagabók Vilchins biskups ffá 1397. 2. Registur og máldagabók Auðunar biskups ffá 1318. 3. Jóns biskups Eiríkssonar frá 1360. 4. Péturs biskups Þorsteinssonar ffá 1394. 5. Ólafs biskups Rögnvaldssonar ffá 1461. 6. Sigurðarregistur frá 16. öld. 7. Máldagabók Gísla biskups Jónssonar frá um 1570. Skulu gögn þessi lögð til grundvallar í dómsmálum, nema hnekkt sé. Ákvæði þessarar greinar taka einnig til ágreinings um búnað og muni kirkna eftir því sem við getur átt. 16. gr. Sveitarfélögum er skylt að leggja kirkjusóknum til heppilegar lóðir fyrir kirkjubyggingar og safnaðarheimili, sbr. 5. gr. laga nr. 35/1970. Eru þær undanþegnar fasteignagjöldum og gatnagerðargjöldum. Við skipulagningu nýrra íbúðarhverfa skal þess gætt að ætla sóknum lóðir í því skyni, er greinir í 1. málsgr. Prófasti ber að hlutast til um það mál og einnig sóknarpresti og sóknamefnd hafi sókn verið stofnuð. 17. gr. Sóknamefnd/sóknamefndir í samráði við sóknarprest/sóknarpresta eiga frumkvæði að athugunum á þörf fýrir nýja sóknarkirkju og safnaðarheimili eða endurbyggingu sóknarkirkju, þ.m.t. stækkun hennar og aðrar breytingar eða byggingu safnaðarheimilis. Skal og gerð grein fyrir stærð fyrirhugaðrar kirkju og safnaðarheimilis, staðsetningu og búnaði. Að jafnaði skal halda tvo fundi um málið, hinn fyrri til kynningar, en hinn síðari til ályktunar um það. Heimilar hann undirbúningsframkvæmdir og sé hann aðalsafnaðarfundur. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður afgreiðslu. Verði vemlegar breytingar á áformum um kirkjubyggingu frá afgreiðslu málsins ber að leggja það fyrir safhaðarfundi á sama hátt að nýju. 18. gr. Nú hefur verið ákveðið að byggja sóknarkirkju og/eða safnaðarheimili, eða að endurbyggja og leyfi til þess fengið, sbr. ákvæði 16. og 18. gr. reglna þessara, og skal sóknamefnd, ef hún kýs, skipa sérstaka byggingamefnd til að standa að framkvæmdum. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.