Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 76

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 76
Ályktun um ábyrgðir á vegum Jöfnunarsjóðs sókna 20. mál, flutt af kirkjuráði Mynduð verði ábyrgðardeild í Jöfnunarsjóði sókna til tryggingar veitingu ábyrgða á vegum sjóðsins. í ábyrgðardeildinni verði myndaður varasjóður af fé sem lagt er til hliðar af tekjum Jöfnunarsjóðs og fé sem hann varðveitir ffá Kirkjubyggingasjóði og Hinum almenna kirkjusjóði. Greinargerð. Á 31. kirkjuþingi var samþykkt þingsályktunartillaga um ábyrgðasjóð kirkjunnar (flm. Bjami Kr. Grímsson). "Hlutverk slíks sjóðs væri að ganga í ábyrgðir fyrir einstakar sóknir á lánurn vegna framkvæmda, bygginga og eða endurbóta á kirkjum eða safnaðaraðstöðu", eins og segir í áliti fjárhagsnefndar. Að athuguðu máli þykir rétt að leggja til að í stað þess að stofna sérstakan ábyrgðasjóð í þessu skyni verði mynduð ábyrgðardeild í Jöfnunarsjóði sókna. Ástæður þess eru einkum þessar: 1. Jöfnunarsjóður hefur heimild til veitingar ábyrgða með samþykki biskups og dóms- og kirkjumálaráðneytis, sbr. 5. gr. í reglugerð sjóðsins (nr. 206/1991). Veittar hafa verið ábyrgðir fyrir 47,5 mkr.Ráðuneytið hefur samþykkt að tillögu kirkjuráðs að þessar ábyrgðir fari ekki yfir 30% af árlegum tekjum sjóðsins, sem jafngildir 63,9 mkr. árið 2000. Til undirbúnings því að hækka þetta mark hafa 5 mkr. verið lagðar til hliðar í sjóðnum til myndunar varasjóðs eða ábyrgðardeildar. 2. Sérstakur ábyrgðarsjóður yrði mun veikari en Jöfnunarsjóður með tekjur sínar og varasjóð (ábyrgðardeild). Sérstakur ábyrgðasjóður hefði einungis innistæðuna sem bakhjarl en Jöfnunarsjóður hefði bæði innistæður og árlegar tekjur til tryggingar á greiðslu skuldbindinga sinna. Inneign ábyrgðardeildar (varasjóðurinn) yrði vitaskuld varðveitt á vöxtum og þeir gætu annaðhvort bæst við sjóðinn eða aukið ráðstöfunartekjur Jöfnunarsjóðs. 3. Með því að hafa styrkveitingar og ábyrgðir á einni hendi, undir einni stjóm, fæst nauðsynlegt yfirlit enda eru lán iðulega tekin út á væntanleg ffamlög úr Jöfnunarsjóði. 4. Umsýsla og kostnaður yrðu minni en ella. Það em takmörk fyrir því hvað Jöfnunarsjóður getur ábyrgst af lánum því að það gæti skert getu sjóðsins til styrkveitinga úr hófi ef á hann falla mikla ábyrgðir. Því er nauðsynlegt að leggja í varasjóð í hlutfalli við aukningu á veittum ábyrgðum. Hve stór slíkur sjóður þarf að vera fer eftir því hvemig lánastofhanir meta styrk ábyrgðaraðila.. Því minni líkur sem em á vanskilum og því traustari sem ábyrgðimar em því hagstæðari vaxtakjör fást og lengri lánstími. Samkvæmt eiginfjárreglum (svonefndum BlS-reglum) þurfa lánastofnanir að mynda eigið fé eftir ákveðnum reglum til samræmis traust lántakanda. Verið er að athuga hvort ábyrgð Jöfnunarsjóðs jafngildi ekki ríkisábyrgð en slíkri ábyrgð fylgja hagstæðustu vaxtakjörin. Áætlað er að mynda mætti varasjóð sem nemur 100 mkr. á þremur árum með eftirfarandi framlögum: Kirkjubyggingasjóður 46 mkr., Hinn almenni kirkjusjóður , þ.m.t. inneign Strandakirkju, 24 mkr. og af tekjum Jöfnunarsjóðs 30 mkr. Er þá 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.