Gerðir kirkjuþings - 2005, Side 26
5. mál Kirkjuþings 2004, um frœðslustefnu kirkjunnar
Framkvæmd stefnunnar er á hendi Biskups íslands og vinnur fræðslusvið Biskupsstofn
markvisst að framkvæmd stefnunnar. Vísað er til umfjöllunar um Leikmannaskólann
hér á eftir.
6. mál Kirkjuþings 2004, um tónlistarstefnu kirkjunnar
Framkvæmd stefnunnar er á hendi Biskups íslands. Auglýst var staða söngmálastjóra
Þjóðkirkjunnar í hálfu starfi í samræmi við stefnuna og sótti einn um starfrð og var hann
ráðinn en það er Hörður Áskelsson, organisti við Hallgrímskirkju. Fyrir liggur að skýra
verkaskipti söngmálasviðs og Tónskólans.
7. mál Kirkjuþings 2004, þingsályktun um stöðu og málefni aldraðra
Framkvæmd máls þessa er á hendi Biskups íslands. Ályktunin var send öllum sóknum,
prestum og djáknum og öðrum sem málið varðar. Biskup íslands mun fylgja því eftir að
ályktunin verði rædd og henni hrint í ffamkvæmd eftir fongum.
8. mál Kirkjuþings 2004
Málið var sameinað 11. máli og er vísað til umfjöllunar um það.
9. mál Kirkjuþings 2004, starfsreglur um leikmannastefhu
Kirkjuráð kynnti leikmannaráði breytingar á starfsreglum um leikmannastefhu, sem
Kirkjuráð lagði fyrir Kirkjuþing og var samþykkt óbreytt. Leikmannasteftia árið 2005
var haldin í tengslum við Kirkjudaga 2005. í ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum er
gert ráð fyrir að héraðsfundir 2005 tilnefni fulltrúa á stefnuna og að héraðsnefhdir
tilnefiii þá viðbótarfulltrúa sem fjölmennan prófastsdæmi eiga að tilnefna, strax á næsta
ári. Þessar breytingar voru kynntar héraðsfundum og héraðsnefhdum sérstaklega. Hin
nýja skipan samkvæmt starfsreglum Kirkjuþings tekur ekki að fullu gildi fyrr en árið
2006. í starfsreglunum kemur fram að semja þurfi tillögur að samþykktum
Leikmannastefiiu á grundvelli hinna breyttu starfsreglna og leggja fýrir stefhuna næsta
ár.
10. mál Kirkjuþings 2004. Tillaga til þingsályktunar um varðveislu- og þjónustugildi
kirkna og bænhúsa
Að tillögu fjárhagsnefndar var málinu vísað til Kirkjuráðs.
Kirkjuráð hefur samþykkt meginstefnu fyrir Jöfhunarsjóð sókna þar sem gert er ráð
fyrir að allar kirkjur verði flokkaðar þ.m.t. kirkjur sem þykja hafa sérstöðu svo sem
vegna varðveislugildis. Stefnan var höfð til hliðsjónar við úthlutun úr Jöfhunarsjóði
sókna fyrir árið 2005.
11. mál Kirkjuþings 2004. Þingsályktun um kirkjuþingskosningar og skipan
prófastsdœma
Kirkjuþing kaus fimm manna nefhd kirkjuþingsmanna til að fara yfir skipan
prófastsdæma á landinu í samráði við biskupafund og aðra aðila. Nefhdin skyldi einnig
athuga núgildandi fyrirkomulag kosninga til Kirkjuþings. Jóhann E. Bjömsson
kirkjuþings- og kirkjuráðsmaður vann með nefhdinni. Nefndin vann tillögur að
frumvarpi til laga um breyting á lögum um stöðu, stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar
24