Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 27
nr. 78/1997 og skilaði Kirkjuráði, sem ákvað að flytja það mál á Kirkjuþingi 2005. Þá
vann nefhdin hugmyndir að breyttri skipan prófastsdæma og kjördæma til Kirkjuþings
og skilaði til biskupafundar. Biskupafundur ákvað að flytja ekki tillögur um breytta
skipan prófastsdæma að svo stöddu. Málið verður þó áffam til umræðu. Nefndin hefur
enn ifemur unnið hugmyndir að svonefhdum samstarfssvæðum. Að öðru leyti en hér
greinir, er vísað til skýrslu nefiidarinnar nú á Kirkjuþingi, tillögu um samstarfssvæði og
fyrrgreinds ffumvarps.
12. mál Kirkjuþings 2004. Þingsályktun um viðmið um málsmeðferð á tillögum um
skipan sókna, prestakalla og prófastsdœma
Samþykkt Kirkjuþings felur í sér ffamsetningu á málsmeðferð tillagna
kirkjuþingsfulltrúa um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Þingsályktunin er
birt á vef kirkjunnar í flokknum lög og reglur - aðrar heimildir.
13. mál Kirkjuþings 2004. Þingsályktun um Skálholt og Hóla árið 2006
Vígslubiskupar hafa unnið að undirbúningi affnælisársins 2006, á grundvelli tillögunnar
og einnig hefur verið fjallað um þetta á biskupafundum. Er gert ráð fyrir metnaðarfullri
dagskrá á báðum stöðum, með margvíslegu ffæðslu- og menningarstarfi. Þá er
fyrirhugað á vegum ffæðslusviðs Biskupsstofu að gefa út námsefni um biskupsstólana á
affnælisárinu.
14. mál Kirkjuþings 2004. Þingsályktun um Guðbrandsstofhun
Kirkjuþing staðfesti fyrir sitt leyti stofnun Guðbrandsstofnunar á Hólum. Stofnunin
tekur yfir verkefhi Rannsóknarstofu í sálmaffæðum. Á fundi Kirkjuráðs á Hólum í
Hjaltadal 12. ágúst 2005 voru kynntar hugmyndir um byggingu fyrir stofnunina.
15. mál Kirkjuþings 2004. Þingsályktun um skipulag viðbragðaáœtlunar kirkjunnar
vegna stórslysa
Kirkjuþing samþykkti ályktun um viðbragðaáætlun kirkjunnar vegna stórslysa.
Hópslysanefad hefur unnið að málinu og liggja tillögur nefndarinnar nú fyrir. Drög að
Viðbragðaáætlun kirkjunnar. Þar er greint ffá hlutverki starfsfólks kirkjunnar, annars
vegar við almannavamaástandi og hins vegar ef stórslys ber að höndum.
16. mál Kirkjuþings 2004. Starfsreglur um brottfall starfsreglna um frœðslu fyrir
leikmenn innan kirkjunnar nr. 823/2000
Akveðið var á fúndi Kirkjuráðs í júní 2004 að skipa stjóm Leikmannaskólans einungis
til nóvembermánaðar 2004, enda lægi þá fyrir niðurstaða Kirkjuþings um fræðslustefhu
kirkjunnar. í ffæðslustefnunni sem Kirkjuþing 2004 samþykkti er gert ráð fyrir að
Leikmannaskólinn verði eitt af verkefhum ffæðslusviðs, en ekki að um sérstaka stofnun
verði að ræða. Því var tillaga að ofangreindum starfsreglum flutt. Hún var samþykkt
óbreytt og samkvæmt því féll Leikmannaskólinn sem sjálfstæð stofnun niður 30. júní
2005. Kirkjuráð ákvað að skipa þáverandi stjóm Leikmannaskólans áfram til sama
tíma.
17. mál Kirkjuþings 2004
Málið var dregið til baka af flutningsmanni.
25