Gerðir kirkjuþings - 2005, Page 47
í ijárhagsáætlun Kristnisjóðs fyrir árið 2006 er gert ráð fyrir að tekjur sjóðsins að
ijárhæð 70,6 m.kr. flytjist í Kirkjumálasjóð þar sem veitt verða framlög til starfsemi
kirkjunnar. Er þetta liður í einföldun umsýslu Kirkjuráðs. Meðfylgjandi er tillaga um að
Kristnisjóður afsali fasteignum sínum til Kirkjumálasjóðs.
Umsögn fjárhagsnefndar um reikninga og fjárhagsáætlanir
Fjárhagsnefhd fór yfir ársreikninga og fjárhagsáætlanir Þjóðkirkjunnar, stofnanir hennar
og sjóði. Fjárhagsnefhd þakkar skýra ffamsetningu reikninga, áætlana og yfirgripsmikil
yfirlit og skýringar á öllum rekstri sem undir kirkjuna heyra. Fjármálastjóri greiddi
greiðlega úr spumingum nefndarmanna varðandi fjármálin. Nefiidin fór einnig yfir
endurskoðunarskýrslu Rikisendurskoðunar, en í skýrslunni er fjallað um ársreikninga
embætta, sjóða, stofnana og fýrirtækja kirkjunnar. Nefndin hafði einnig til umfjöllunar
lykiltölur unnar úr ársreikningum sókna 2004 og yfírlit unnið úr ársreikningum
héraðssjóða fýrir árið 2004.
Varðandi fjármál Þjóðkirkjunnar vill fjárhagsnefnd draga ffarn eftirfarandi atriði:
1. Kirkjuráð beiti sér fyrir því að komið verði á fót sérstakri launanefnd. Verksvið
nefndarinnar verði m.a. rammasamningar um kaup og kjör launaðra starfsmanna
sókna fýrir störf í þágu Þjóðkirkjunnar.
2. Fagnað er tillögu um breytingu á umsýslu fasteigna kirkjunnar, þaxrnig að þær
verði í einum sjóði. Vísað er til tillögu til þingsályktunar á þskj. 2.
3. Kirkjuráð beiti sér fyrir ffekari skoðun og endurskipulagningu á Tónskóla
Þjóðkirkjunnar með það í huga að kanna möguleika á þjónustusamningi við
Fistaháskóla íslands.
4. Kirkjuráð beiti sér fýrir samningi við ríkið um þátttöku þess í viðhaldskostnaði
kirkna sem hafa sérstöðu sökum aldurs og/eða sögu- og menningarlegs
hlutverks.
5. Vinnu verði haldið áfram við rekstrarlíkan sókna í samræmi við skýrslu
starfshóps sem fýlgir skýrslu Kirkjuráðs. Skilgreindar verði skyldur og hlutverk
sókna sem líkanið byggir á. Unnið verði með sóknum landsins að þessu verki.
6. Kirkjuráð láti kanna hvemig lög nr. 32/1963 um afhendingu Skálholtsstaðar
hafa verið ffamkvæmd.
Kirkjuþing afgreiddi málið með eftirfarandi
Ályktun
Kirkjuþing 2005 afgreiðir ársreikninga Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2004 um einstaka
sjóði, stofnanir og viðfangsefiii kirkjunnar athugasemdalaust.
Rekstraráætlun fyrir árið 2006 um helstu viðfangsefni Þjóðkirkjunnar eru í samræmi
við megináherslur Kirkjuþings með hliðsjón af þeim fjárhagsramma sem hún býr við.
45