Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 59
5. mál
Fjölskyldustefna Þjóðkirkjunnar
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Sigríður M. Jóhannsdóttir
Biskup íslands skipaði starfshóp er fjallaði um endurskoðun á fjölskyldustefnu
kirkjunnar frá 1994. í hópnum áttu sæti Halldór Reynisson, Jón Bjömsson, Rannveig
Guðmundsdóttir, Vigfus Bjami Albertsson, Þórdís Ásgeirsdóttir, Þórhildur Líndal, og
Þorvaldur Karl Helgason. Fundir hópsins fóra ffarn á biskupsstofu vorið og haustið
2005.
Hópurinn studdist við textann frá 1994 en taldi rétt að fara að þessu sinni aðrar leiðir en
þá var gert. Annars vegar að stytta textann, skerpa markmið og skýra leiðir. Hins vegar
að kalla eftir hugmyndum sem flestra í kirkjulegu starfi um hentugar leiðir til að ná
markmiðunum.
Þó að fyrirliggjandi fjölskyldustefna árétti það að Kristur ávarpar alla óháð
fjölskyldustöðu og að Þjóðkirkjan styðji öll sambúðarform á forsendum hins kristna
kærleika þá hefur
starfshópurinn ekki fjallað um vígslu samkynhneigðra sérstaklega enda er það mál í
öðram farvegi innan kirkjunnar.
Unnið verði eftir ákveðnu verkferli ffarn til vors 2006 við nánari mótun á
fjölskyldustefhunni. Á fundurn um land allt með hópum þátttakenda í starfi kirkjunnar
verði fjallað um leiðir til að útfæra þá stefriu sem hér er sett ffam.
Ný tillaga að fjölskyldustefnu kirkjunnar þar sem unnið hefur verið úr viðbrögðum
fólks, lögð fýrir Kirkjuþing 2006.
Tillaga starfshóps biskups ffá 2005 að fjölskyldustefnu Þjóðkirkjunnar er byggir á
fjölskyldustefnu frá 1994 hljóðar svo:
Fjölskyldustefna Þjóðkirkjunnar - drög
I. Einkunnarorð
Meginboðskapur kristninnar felst í kærleiksboðorðinu:
„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga
þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22.37-39)
57