Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 4
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR oG BJÖRN ÞoRSTEINSSoN
4
máli fyrir hartnær þrjú hundruð árum. Gottskálk færir rök fyrir því að
sjálfur hljómur þessara orða hafi valdið því að þau hafi tekið að „lifa sjálf-
stæðu lífi“ í íslenskum hugarheimi og fjarlægst „alþjóðlega“ merkingu
orðanna. En Gottskálk bendir jafnframt á að heimspeki og bókmenntir –
eða í það minnsta bókmenntafræði – séu nú orðið fyrst og fremst skilin
sem háskólagreinar, þ.e. tiltekin hólf eða námsleiðir í þeirri miklu bygg-
ingu, eða jafnvel völundarhúsi, sem nútímaháskólinn er.
Jón Karl Helgason gerir völundarhúsum einmitt góð skil í grein sinni
„Týndur í Turnleikhúsinu“. Með tilvísun til verka Thors Vilhjálmssonar
og Umbertos Eco, meðal annarra, leiðir Jón Karl lesandann um ranghala
merkingarfræðinnar, eða raunar verufræðinnar, og veltir því fyrir sér hvar
sannleikann, eða öllu heldur sjálfan veruleikann, sé að finna. Hvað er veru-
leikinn og hvernig eiga hugsandi verur að sjá hann fyrir sér? Til að svara
þessari stóru spurningu leitar Jón Karl fanga hjá frönsku hugsuðunum
Deleuze og Guattari og hugtaki þeirra um rísóm – láréttan og óreiðu-
kenndan vöxt á borð við mosa – sem ætlað er að taka við af hugmyndinni
um tré sem ráðandi myndlíking um veruleikann.
Sannleikurinn er Pétri Knútssyni einnig hugleikinn í grein hans hér í
heftinu. Pétur leggur úr vör undir leiðsögn Ara fróða og hins alkunna slag-
orðs hans um „að hafa það sem sannara reynist“. Hvernig eigum við, á
vorum dögum, að skilja þessi fyrirmæli hins aldna spekings? Pétur færir
rök fyrir því að hugtakið sannur beri ekki að einskorða við samsvörun lýs-
ingar og veruleika heldur eigi líka að horfa til þeirrar merkingar sem er í
húfi þegar við tölum um „sannan vin“. Þannig má opna nýjar leiðir – eða
opna að nýju gamlar leiðir – í túlkunarsögu sannleikshugtaksins og brjót-
ast út úr stöðnuðum og trénuðum hugmyndakerfum sem ætla sannleikan-
um lögheimili í Lokinhömrum valdsins.
Hugðarefni Irmu Erlingsdóttur í grein hennar eru af svipuðum toga.
Titill greinar hennar, „Ó-orðið milli bókmennta og heimspeki“, er einkar
vel til fundinn í tvíræðni sinni. Irma bregður upp mynd af togstreitunni
milli bókmennta og heimspeki, einkum hvað sannleikshugtakið varðar,
með tilvísun til skrifa frönsku höfundanna Jacques Derrida og Hélène
Cixous. Í ljós kemur að krafa hefðbundinnar heimspeki um skýra og
afdráttarlausa framsetningu felur að mati Irmu í sér útilokun og kúgun
gagnvart því sem stendur af einhverjum ástæðum utan við hinn „sanna“
leikvöll – völl sannleikans – og hugsuðir eins og Derrida og Cixous beita
stílvopni sínu í því skyni að valda uppnámi og má út mörk, til dæmis