Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 8
Gottskálk Jensson
8
og þegar um vísindahugtök er að ræða getur togstreitan milli hins
framandi og hins „innheimska“ (þ. einheimisch) í sumum tilvikum valdið
neyðar legum ruglingi.
Í framhaldinu verður einmitt hugað að því að greina merkingarusla af
þessu tagi í tveimur íslenskum nýyrðum frá 18. öld, „bókmenntir“ og
„heimspeki“, en þegar kannað er upphaf og síðari merkingarþróun þessara
ekki ómerku íslensku nýyrða kemur eitt og annað í ljós sem höfundurinn
væntir að réttlæti að þessi hugleiðing birtist á prenti.
Bókmenntir
Bókmenntirnar eru strangt tiltekið jafngamlar bókstöfunum sem latínu-
menn nefndu litterae en Grikkir grammata. Íslenska orðið er, eins og við
munum sjá síðar í þessum skrifum, tökuþýðing úr latínu frá 18. öld, þótt
það sé æði ólíkt latnesku fyrirmyndinni að formi og hugsun. Hefur það
ekki síður átt sér uslasama merkingarsögu en orðið „heimspeki“, sem eins
og Gunnar Harðarson hefur kennt okkur (og vikið verður nánar að í
öðrum hluta), er einnig tökuþýðing, þó ekki úr fornmáli heldur þýsku eða
dönsku, og frá svipuðum tíma og „bókmenntir“. Minna hefur verið fjallað
um sögu orðsins „bókmenntir“ en „heimspeki“ og því meira mun ég fjalla
um það hér. Nákvæmar athuganir á merkingarsögu þessara orða eru nú
auðveldari en áður með hjálp tækja sem öllum eru aðgengileg á Netinu,
einkum Ritmálssafns orðabókar Háskólans (lexis.hi.is) og gagnasafnsins
Tímarit.is, en hið síðara geymir stafrænar myndir af prentuðum blöðum
og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Hið mikla dæmasafn
Ritmálssafnsins vísar ætíð til heimilda sem leita má uppi á bókasöfnum ef
maður vill setja dæmin í fyllra samhengi.4
„Bókmenntir“ er ekki veigalítið orð í íslensku máli. Þótt mikið hafi
verið rætt og ritað um fyrirbærið, hefur aldrei áður, svo mér sé kunnugt,
verið athugað hver smíðaði þetta nýyrði, hvenær og af hvaða tilefni.
Skoðum þetta. Í Ritmálssafni orðabókar Háskólans segir að elsta heimild
4 Rétt er taka fram í upphafi að athugun mína má ekki skilja sem tölfræðilega
saman tekt á tíðni og notkun þessara orða í ritmáli frá fyrri tímum, heldur er um að
ræða bókmenntafræðilega stúdíu á sögu fræðaheita. Því eru heimildir ekki allar
jafngildar heldur er hver þeirra metin eftir sögulegu, menningarlegu og orðmynd-
arfræðilegu mikilvægi fyrir athugunina, og þetta mat er nauðsynlega huglægt og
mótast af áhuga og skilningi höfundar (eða skorti á honum). Rannsóknin er ekki
tæmandi en dvelur við merkilegustu dæmin og þau sem lítið eða ekkert hafa verið
athuguð.