Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 10
10
Gottskálk Jensson
„bókmenntir“.8 Það er til marks um ferskleika þessa nýyrðis í útfararminn-
ingunni að hinn andaði biskup sjálfur virðist ekki hafa þekkt það, en hann
þýddi á sínum tíma ágæta latnesk-danska orðabók til notkunar í
Skálholtsskóla, Nucleus Latinitatis (Kaupmannahöfn 1738) eða Kleyfsa.9 Í
Kleyfsa kemur að vísu fyrir orðasambandið „bóklegar menntir“ því Jón
Árnason skýrir svo latneska orðið litteratus: „lærdur, sa sem hefur lærdt
boklegar menter“.10
Lýsingarorðið „bókligr“ þekkist á íslenskum miðaldabókum, „bóklig
speki“, „bóklig viszka“, „bókligar listir“ (artes liberales), „bókligir stafir“
(latneskir bókstafir) er allt til í ritum skrifuðum fyrir 1550 en engin dæmi
eru frá fyrri öldum um samsetninginn „bókligar menntir“. Hann finnur
maður aðeins einu sinni annars staðar en í Kleyfsa notaðan í ritmáli á síðari
öldum, þ.e. á fyrstu öldum lúterskunnar, og þá einmitt í umsögn Jóns
Árnasonar sjálfs frá árinu 1723 um prestsefni eitt og menntunarástand
þess: „Jeg þikist vita ad honum muni kunna ad fara framm, ef hann æfir sig
i booklegumm mentumm“.11 Svo virðist sem Jón Árnason hafi því smíðað
samsetninginn „bóklegar menntir“. Þaðan og til „bókmennta“ er svo sem
ekki löng leið. Hefur sr. Egill Eldjárnsson erfiljóðskáld og fóstursonur
biskups sennilegast orðið til þess að fara hana fyrstur, þegar hann reyndi að
koma eftirlætishugsmíð hins látna biskups fyrir í vísuorðinu um starf hans
að málefnum latínuskólans í Skálholti, og hefur það ekki verið í fyrsta sinn
8 Í eintaki á Þjóðdeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns er nafn Egils Eldjárns
krotað við orðin „Af hanns Foosturs-Einum Elskandi Syni“ í titli kvæðisins þannig
að e-in í „Einum Elskandi Syni“ eru látin standa sem upphafsstafir í nafni hans.
Annars staðar á prenti og í handritum kvittar sr. Egill undir kvæði sín sem E.E.S.
Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár 1. bindi, bls. 328, staðfestir feðrun kvæðisins
í færslu um sr. Egil: „Eftir lát föður hans tók Jón biskup Árnason hann að sér, setti
hann í Skálholtsskóla 1738, varð stúdent þaðan 27. maí 1745, með ágætum vitnis-
burði […] prentað er eftir hann útfm. Jóns byskups Árnasonar“.
9 Skólastrákar kölluðu hana þessu nafni og meira en öld síðar í Bessastaðaskóla á
Álftanesi gátu þeir enn haft hana að vopni í áflogum sínum, ef marka má skrif Jóns
Thoroddsen í Pilti og stúlku: „Vigfúsi varð ógreitt um lesturinn og ruglaðist í að
snúa latínunni […] og tvíhendir í sama bili gamlan Kleyfsa og miðar á nasirnar á
ormi, en missir hans, og kemur Kleyfsi í blekbyttu þar á borðinu, og veltur hún
yfir kompu orms“ (Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka (1850), 4. kafli. Sótt 21. maí
af http://is.wikisource.org/wiki/Piltur_og_stúlka/4).
10 Í Kleyfsa heitir litteratura hins vegar á íslensku „lærdomur, yferferder i boknami,
boklegar konster“ og „talskonst, grammatica“.
11 Bréfið er ritað 22. apríl 1723. Það er til sr. Sigurðar Högnasonar og fjallar um
Magnús Sveinsson sem mun hafa verið í skjóli Sigurðar og virðist í ráði að Magnús
verði sendur í Skálholt þetta sumar til vígslu (Biskupsbréfasafn AIV 7, 307).