Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 11
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA
11
sem þjóðtungan stæltist í glímunni við bragarhættina. Hvílíkt móment
annars í sögu íslenskra bókmennta!
En sr. Egill hefur að sjálfsögðu ekki getað skilið hvað hann hafði afrekað
enda varð það ekki ljóst fyrr en löngu síðar. Hann er talinn í heimildum
með gáfuðustu nemendum í Skálholtsskóla á sinni tíð og Páll Eggert
Ólason kallar hann „ræðumann góðan og skáldmæltan“.12 Hann var skip-
aður djákni í Viðey sumarið 1746 og prestur á Mosfelli í Mosfellssveit sex
árum síðar, en lengst af var séra Egill á Útskálum á blátánni á Reykjanesskaga,
feitu brauði með stórbrotnu útsýni yfir Faxaflóa. Prestakall hans náði yfir
allt það svæði sem nú er Garður, Njarðvík, Sandgerði og Keflavík. Sr. Egill
lenti í illdeilum við danskan kaupmann í Keflavík sem klagaði hann fyrir
yfirvöldum og fór svo að hann var dæmdur frá kjól og kalli fyrir drykkju-
skap og hvatvísi í orðum við yfirmenn sína. Eftir sr. Egil er varðveitt smá-
vegis af bænum og sálmum, en einnig predikun um jarðskjálftann fræga í
Lissabon 1755, „Ifir Lissabons Eideleggingu“ (ÍB 229 8vo), en sami
atburður varð sem kunnugt er franska rithöfundinum Voltaire að efni til
útleggingar í Birtingi eða Um Bjartsýnina (1759) þótt efnistökin væru ólík.
Íslenska orðið „bókmenntir“ er sumsé nýsmíði frá því í febrúar 1734.
Rétt er þó að athuga að finna má miklu eldri dæmi frá miðöldum um svip-
uð orð og sambærilegrar merkingar. Norræna lausamálsorðabókin (onp.
hum.ku.dk), enn eitt mikilvægt nettæki við rannsóknir á sögu íslenskra
orða, birtir okkur hið ágæta orð „bóklistir“ sem þjónar í miðaldatextum
sem þýðing latneskra orðasambanda, s.s. scientia eruditionis (orðrétt: lær-
dóms vísindi), litterae eða litterae liberales (orðrétt: frjálsir bókstafir/skrif).
„Bóklistir“ sem þýðingu á litterae liberales má finna í Stjórn, norskri biblíu-
þýðingu með skýringum frá því snemma á 14. öld, en þar er nefnd „hin
fræga borg Athene er sannliga kallaz modir allra boklista“. Málsgreinin er
þýdd úr Söguspegli (Speculum historiale) Vincents af Beauvais (u.þ.b. 1190–
1264). Annað stórglæsilegt orð, „bókfræði“ (ásamt lýsingarorðinu „bók-
fróðr“), líkist nokkuð bókmenntafræði: „allar ueralldligar listir ok visdomr,
huart sem helldr er þat i handauerkum eðr bokfrædi“, segir á öðrum stað í
Stjórn og er einnig þýðing á artes liberales (frjálsar listir) í fyrrnefndum
Söguspegli. Í miðaldamálinu má raunar finna mörg ágæt orð sem sett eru
saman úr „bók-“ og einhverjum síðari lið, s.s. „-lærðr“, „-nám“, „-næmi“,
„-saga“, „-sögn“, „-skyggn“, „-smiðr“, „-speki“, „-stafr“, „-stafasetning“,
„-tal“, „-víss“, „-vit“ og jafnvel „-mál“ – bara ekki „-menntir“. Vísuðu þessi
12 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár 1. bindi, bls. 328.