Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 12
Gottskálk Jensson
12
orð í upphafi fyrst og fremst til latínumennta, latneskra bóka, klerklegs
skólalærdóms og kirkjulegra lærdómslista enda telur Ásgeir Blöndal
Magnússon að sennilega sé „bók“ tökuorð úr engilsaxnesku sem „berst
hingað með kristni og klerklegum lærdómi“.13 Þetta afbrigði af saxneskri
tungu, engilsaxneskan, leið undir lok árið 1066 þegar rómönsk/frönsk
menning Normanna náði yfirráðum á Englandi eftir sigur Vilhjálms bast-
arðs í orrustunni við Hastings. orrustu þessa má virða fyrir sér í Bayeux á
undurfögrum sjötíu metra löngum bróderuðum refli sem þar er varðveitt-
ur. Um er að ræða mál sem var náskylt þeirri dönsku tungu sem töluð var
á Norðurlöndum, og fornháþýsku og fornsaxnesku. Hið germanska eða
norðurevrópska orð „bók“ er talið í sifjum við trjáheitið „beyki“ sem þýðir
þó ekki að í örófi alda hafi menn í Norður-Evrópu ritað á beykibörk held-
ur er einnig hér sennilegast um nýyrði eða tökuþýðingu að ræða, í þetta
sinn til eftirlíkingar latnesku heitanna codex (bók, skrá, trjástofn) og liber
(bók, trjábast). Allir góðir miðaldaklerkar þekktu þessi mikilvægu verba og
kunnu sumir utan að skýringar þeirra í IV. bók, 13. kafla, Etymologiae
(Sannar orðskýringar) Ísidors biskups af Sevilla, riti sem íslenskir klerkar
þekktu vel og höfðu ekki síður dálæti á en aðrir evrópskir lærdómsmenn.
En snúum okkur aftur að nýyrðinu „bókmenntir“ og skoðum betur það
dæmi sem minnst var á hér á undan og Ritmálssafn orðabókar Háskólans
merkir sem elsta dæmið. Svo vill til að það er einnig að finna í minningar-
efni um látinn biskup, í þetta sinn í líkræðu yfir moldum Geirs biskups
Vídalíns sem haldin var af Árna stiftprófasti Helgasyni 6. október 1823 í
Reykjavíkurdómkirkju:
[…] má nærri geta, hvílíka fjársjóðu vizkunnar hann muni hafa
að sér dregið þau 9 ár, sem hann stundaði bókmenntir við háskól-
ann. Einkum var það mælingarfræði, heimspeki, sagn fræði,
gríska og latínumál, sem hann, auk guðfræðinnar margvíslegu
greina, fyrir sig lagði og í hverju fyrir sig náði óvenjulegri full-
komnun.14
Hér falla í flokk bókmennta mælingarfræði, heimspeki, sagnfræði, gríska
og latínumál en þó ekki guðfræði. Síðar mun koma í ljós hvaða merkingu
13 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Reykjavík: orðabók Háskólans,
1989, bls. 69 („2 bók“).
14 Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar, útg. Jón Þorkelsson, Reykjavík: Prent-
smiðjan Gutenberg, 1915, 2. bindi, 5. hefti, bls. 322.