Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 13
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA
13
nýyrðið „heimspeki“ hefur í þessari upptalningu. Merking orðsins „bók-
menntir“ er í dæminu ennþá bóklegar menntir eða lærdómur, einkum
skólalærdómur.15
Á kirkjulofti Dómkirkjunnar þar sem þessi orð voru sögð haustið 1823
hafði Hið íslenzka bókmenntafélag geymslu fyrir forlagsbækur sínar.
Félagið var stofnað í Kaupmannahöfn af danska málfræðingnum Rasmusi
Kristjáni Rask, sem verið hafði á Íslandi tæpum áratug fyrr, 1813–1815,
og hafði þá meðal annars predikað í þessari sömu Dómkirkju. Á meðan
hann dvaldist í Reykjavík sannfærðist Rask um þörfina á því að verja
íslenska tungu fyrir dönskum áhrifum. Hann óttaðist að ef ekki væri að
gert myndi enginn tala íslensku í Reykjavík að hundrað árum liðnum. Því
beitti hann sér fyrir því árið 1816, þegar hann var aftur kominn til
Kaupmannahafnar, að Hið íslenzka bókmenntafélag yrði stofnað og varð
sjálfur fyrsti forseti þess. Áður hafði starfað þar í borg Hið íslenzka lær-
dómslistafélag sem tveimur árum síðar, 1818, var sameinað Bók mennta-
félaginu. Nöfn þessara félaga segja sína sögu um óvænta sigurgöngu
nýyrðasmíðar sr. Egils Eldjárnssonar rúmum sjötíu árum fyrr.16 En hve-
nær og hvernig hljóp þetta nýyrði af sér alfræðispikið og öðlaðist þá
mögru, fögru og upplitsdjörfu merkingu sem við þekkjum?
Stiklum á stóru í orðabókum síðustu alda og fetum okkur aftur á bak frá
okkar eigin tímapunkti, nútímanum, til þess að staðsetja í grófum dráttum
merkingarhvörf orðsins „bókmenntir“, ummyndun þess í bókmenntahug-
tak okkar tíma. Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1963 er merking-
in „bóklegur lærdómur, skólanám“ vissulega gefin en merkt dauðanum
með rýtingi eða krossi (†) sem „fornt og úrelt mál“. Í Íslensk-danskri orða-
bók Sigfúsar Blöndals frá árunum 1920 til 1924 er þrenging merkingar-
innar líka þegar um garð gengin, því þar er orðið „bókmentir“ glósað með
„Litteratur, Bogverden, Bogrige“ og ekki minnst á hina víðu upprunalegu
merkingu. Hinn lærði Jón Þorkelsson, Fornólfur, sem síðar varð þjóð-
skjalavörður og alþingismaður, tók saman Supplement til islandske ordbøger
í fjórum hlutum sem út komu á árunum 1876–1899. Í hefti sem birtist í
15 Sbr. einnig þetta dæmi frá ofanverðri 19. öld, sem sömuleiðis er sótt í Ritmálssafn
orðabókar Háskólans: „hafði faðir hans látið kenna honum ýmsar bókmenntir,
svo sem skript, reikning, landafræði, mannkynssögu og dönsku“ (Mínir vinir, dálítil
skemmtisaga, eptir Þorlák Ó. Johnson, verzlunarmann, Reykjavík, 1879, bls. 4).
16 Árið 1825 stofnaði Rask líka Hið konunglega norræna fornfræðafélag og var for-
maður þess fyrstu þrjú árin. Félagið stóð fyrir merkilegum útgáfum íslenskra mið-
aldasagna.