Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 14
Gottskálk Jensson
14
upphafi 10. áratugar aldarinnar er orðið „bókmentir“ skýrt svo: „Bogvæsen,
Literatur“ og gefin tvö dæmi, eitt nýlegt úr Ágripi af mannkynssögunni
(1878–1879) og annað eldra úr Fjölni, 2. og 3. árgangi (frá 1835 og 1836).
og nú nálgumst við merkingarhvörf orðsins, upphaf nútímamerkingar-
innar, því Konráð Gíslason virðist í Danskri orðabók, sem út kom í Kaup-
mannahöfn 1851, þekkja „bókmenntir“ í nútímamerkingunni en allt eins
vilja nota „bóklistir“ yfir sama hlut. Konráð glósar orðið Litteratur með
„bókfræði, bókvísi; bóklistir (Stjórn), bókmenntir; öll rit – allar ritgjörðir
– sem að einhverju lúta“ en Litterator þýðir hann „bókmenntamaður, bók-
listamaður“ og Litteraturhistorie sem „bókmenntasaga, bóklistasaga“.
orðið hafði þá ekki unnið sér fastari sess í málinu en svo að hægt var að
leggja til að „bóklistir“ mætti allt eins nota í staðinn. Í Ordabók dómkirkju-
prestsins í Reykjavík, Gunnlaugs oddssonar, frá 1819 „sem inniheldr flest
fágiæt, framandi og vandskilinn ord er verda fyrir i dønskum bókum“, eins
og segir í undirtitli, virðist nútímamerkingin hins vegar ekki komin til sög-
unnar, þótt orðið litterèr sé glósað „bókvís; er vidkémr bókmentum“, því
orðið Litteratùr heitir bara „bóklig frædi; bókvit; lærdómr og vísindi“. og
þegar við förum aftur yfir fyrra dæmið, reynist óvissa Fjölnismannsins
Konráðs Gíslasonar um það hvort „bóklistir“ eða „bókmenntir“ sé betra
orð, vera íhaldssemi og jafnvel afturhvarf frá málnotkun hans sjálfs og
félaga hans. Því eins og Jón Þorkelsson vissi, þegar hann vísaði til Fjölnis
um nútímamerkingu orðsins „bókmenntir“, var Konráð Gíslason í hópi
þeirra sem höfðu fundið hana upp.17
Það kemur vart á óvart að rekja megi orðið „bókmenntir“ í okkar skiln-
ingi til Fjölnis, þessarar frægu uppsprettulindar íslenskra nútímabók-
mennta. Þegar fyrsta tölublað Fjölnis kom út árið 1832 voru rúmlega tvö ár
liðin frá dauða Rasmusar Kristjáns Rask en áhrifa hans gætti þó mjög
sterklega meðal menntaðra Íslendinga. Þessi danski frumkvöðull íslenskr-
ar nútímamenningar hafði ekki aðeins gefið út fyrstu íslensku orðabókina
og fyrstu nothæfu íslensku málfræðina heldur var hann og höfundur hinn-
ar endurnýjuðu útgáfu íslenskrar hreintungustefnu (hugmyndin var fyrst
17 Eitt eldra dæmi, í 3. tbl. Klausturpóstsins frá 1. mars 1822, virðist áhugavert. Það á
uppruna í torkveðinni íslenskri ljóðaþýðingu á samræðu eftir Voltaire, „Réflexions
sur le Paradoxe que les Sciences ont nui aux mœurs“, sem birtist í júlíhefti fransk-
danska tímaritsins Mercure Danoise árið 1756: „Hann [Tímon Aþeningur] bók-
menntum hábølvadi stórum“. Við nánari athugun kemur þó í ljós að orðið er hér
þýðing á lærdómslistahugtakinu og ekki hið nýja bókmenntahugtak.