Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 16
Gottskálk Jensson
16
nýútkomnar bækur, því hið nýja bókmenntahugtak er enn ekki komið til
sögunnar undir því heiti. Bókalista Skírnis er skipt í 1) guðfræði, 2) lög-
fræði og 3) „hinar aðrar vísindagreinar“, og þar með talin rit sem við
myndum nú flokka með bókmenntum. Í síðari tölublöðum bætist við
fjórði flokkurinn, dagblöð og tímarit. Athyglisverðastur er listinn árið
1832 fyrir innblásin aðfaraorð um flokkun bókmennta. Þórður Jónassen
var ritstjóri Skírnis á þessum tíma og mun hann vera höfundur þessara
aðfaraorða þótt ekki kvitti hann undir þau. Nú er komið nýtt hljóð í Skírni,
þjóðernishljóð, sem er endurómur franskrar byltingar sem varð í París árið
1830, því eftir þá byltingu sá loks fyrir endann á svartnætti absolútismans
er komið var á fót í stjórnarskrárbundnu konungsveldi í Frakklandi í stað
erfðaveldis. Í því fólst margvísleg viðurkenning á hugmyndum franskra og
þýskra lærdómsmanna um samfélagssáttmála og þjóðarvilja, þ.e. að ríkis-
stjórnir sæktu vald sitt til fólksins, þjóðarinnar, en fengju það ekki í fæð-
ingargjöf að handan:
Skírnir hefir frá byrjun vega sinna gefið skírslu um hinar mark-
verðustu bækr, er jafnsíðis honum útkomið hafa í ríkinu […]
ekkert getr gefið áreiðanligri þekkingu um tíðarandann, er
Skírnir fyrst og fremst leitast við að sýna, og hvaðan öll umbrot
í þjóðalífinu hafa sín upptök, enn einmiðt bækrnar, sem samtíðis
koma í ljós, hvörskyns sem svo eru; þær móttaka þjóðanna and-
liga lífsstraum rètt við uppsprettuna […] Á meðan föðurlandið
ekki á neitt rit bókfræði viðkomandi, er það ogsvo haganligt
fyrir bókelskarann, að fá hèr á einum stað yfirlit enna helztu
þjóðrita og lærdómsverka eðr vísirita, er hann kynni til skemt-
unar að girnast eðr til brúkunar að þarfnast, og sem hann annars
ei fær nema á stángli, og með því að halda dýr bókfræða tíðsrit.
Öllum bókum má skipta í tvo flokka, hvörra annar: þjóðrit-
in, eru alþýðligri, og lesast því ámeðal allra stètta, lærðra sem
leikra; þau sýna einkum þeirra þjóða og einstöku höfunda
sèrliga þeinkíngarhátt, hvaðan þau eru komin, og heyra til
hinna fögru menta; hèrtil reiknast öll skáldskaparverk, svosem:
mannsaungvar, kappakvæði, sjónarspil, gamansögur, líka alþýð-
ligar frásögur, ræður, og svo frv. Af því þau hafa flesta lesendr,
eru þau opt útlögð úr einu máli á annað, svo að sá, er kann eitt
af þeim almennari málum (svosem Íslendíngr, ef Dönsku skilr)
getr á því lesið það bezta af slíkum verkum. Hinn flokkrinn: vísi-