Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 17
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA
17
ritin, útheimtir meiri upplýsingu og hefir því færri lesendr; hann
á sèrílagi heima í hinum lærðu- og þjóð-skólunum, og yfirgrípr
1) þau vísindi, er öllum eru sameginlig, og sèrhvör, sem upplýstr
vill heita, verðr að bera skynbragð á (humaniora—mannvísindi?);
þartil heyrir málfræði, náttúrufræði, stærðafræði, sagnafræði
og heimspeki; 2) þau vísindi, er hinn einstaki eptir sinni sèrligu
stöðu verðr að leggja meiri ástund á: læknisfræði, lögfræði, guð-
fræði. Öll þessi vísindi bera miklu minni keim af föðurlandi eðr
höfundi, enn hinn fyrri flokkrinn, því þeir lærðu, hvar sem eru,
hafa einsog þegjandi tekið sig saman um, að leita hins sanna og
rètta, og láta engin hjálparmeðöl til upplýsíngar þarum ónot-
uð, er annara verk yfir sama efni gefið geta; slíkar bækr eru og
sjaldnar útlagðar, því flestir, er þær að öðru leiti brúkað geta,
skilja ogsvo þau mál hvarí þær eru skráðar.21
Tilvitnunin er alllöng en lesandanum þætti það eflaust skemmdarverk að
stytta hana, svo merkileg sem hún er. Það sem við nefnum bókmenntir
heitir hér „þjóðrit“ enda slík rit „alþýðlegri“, það er að segja ekki bundin
við lærdóms- og embættismannastétt, ekki bókmenntir yfirstéttarinnar,
eins og „vísi-ritin“. Þjóðritin eru meira lesin og „þýdd“ en önnur og „þau
sýna einkum þeirra þjóða og einstöku höfunda sèrliga þeinkíngarhátt,
hvaðan þau eru komin“. Þjóðritin heyra til „hinna fögru menta“, enda eru
þau svo flokkuð í fyrirsögn bókalistans sem á eftir kemur, rit „Í hinum
fögru mentum“, og til þeirra teljast „öll skáldskaparverk“. Í flokki þjóðrita
eru danskur kveðskapur, leikverk, endurminningar, ritgerðir um skáld-
skaparfræði, íslenskar fornmannasögur og skáldsögur eftir Walter Scott,
Þúsund og ein nótt, og Don Kíkóti – sumsé það sem við myndum kalla bók-
menntir. og síðan eru „vísi-ritin“ sem skiptast í almennan flokk (human-
iora), sem við köllum hugvísindi en höfundur leggur hikandi til að kalla
megi „mannvísindi“, og rit sem falla í flokk „hinna sèrlegu vísinda“,
læknis fræði, lögfræði og guðfræði. Í fyrri flokknum, flokki almennra vísir-
ita (humaniora), eru bókafréttatímaritin, málfræði og textaútgáfur á forn-
málum, janfnvel danskar þýðingar á sókratískum samræðum Platons og
Ummyndunum Óvíðs. Ritgerðir um stjórnmál og siðferði, og heimspeki-
legar ritgerðir (við sjáum síðar hvað það hugtak merkir hér) eiga þarna
einnig heima. Svo sláandi sem það er kemur orðið „bókmenntir“ ekki fyrir
21 Þórður Jónassen, „Hinar markverðustu bækr, er útkomu í Danmörku og erlendis
árið 1831“, Skírnir 6, 1832, bls. 98–99.