Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 18
Gottskálk Jensson
18
í þessari flokkun bókmenntanna.22 Það er reyndar furðuleg staðreynd að í
Nýjum tíðindum Hins íslenzka bókmentafèlags eða bara Tíðindum Hins
íslenska bókmenntafélags sem var undirtitill Skírnis á 19. öld skuli orðið
„bókmenntir“ aðeins notað einu sinni, árið 1841, í ræðu forseta félagsins,
Finns Magnússonar, og þá með tilvísun til félagsheitisins.23
Eftir þetta hliðarspor um Skírni – sem þjónar þeim tilgangi að bregða
upp svipmynd af hinum byltingarkennda tíðaranda upp úr 1830 og sýna
hvernig ræða mátti skynsamlega (en fyrir okkur framandlega) um „bók-
menntir“ án þess að nota orðið – getum við snúið okkur að því að skoða
hin eiginlegu merkingarhvörf orðsins. Það er í öðru lykiltímariti, Fjölni, í
fyrsta tölublaði frá 1835, sem við finnum „bókmenntirnar“ skilgreindar í
sama þjóðaranda en með öllu samræðuhæfari hætti fyrir okkur nútímales-
endur en í skrifum Þórðar Jónassens frá því þremur árum fyrr. Segir það
án efa meira um viðtökur síðari lesenda en hve framandi þessi orðræða
hefur verið þegar hún birtist í fyrstu. Hér er einnig horft aftur til júlíbylt-
ingar í París 1830 og sjálft tímaritsformið stendur nú jafn nærri þjóðinni
og „þjóðrit“ Þórðar gerðu í Skírni:
Tímaritin eru hentugri enn flestar bækur aðrar, til ad vekja
lífið í þjóðunum og halda því vakandi, og til að ebla frelsi
þeirra, heíll og mentun. Í útlöndum eru menn so sannfærðir
um nytsemi þeírra, að þau eru um allan hnöttinn; þau koma
út daglega so þúsundum skiptir, og eru lesin af mörgum millí-
ónum. Þau eru orðin so ómissandi siðuðum þjóðum, að, til
dæmis að taka, þegar Karl 10di Frakka-konúngur tók upp á því
að banna nokkrum þessháttar tímaritum, er honum þóttu sèr
mótdræg, að birtast í Parísarborg, liðu ekki þrír dagar áður öll
stræti borgarinnar voru þakin dauðra manna búkum, og kon-
úngur með allri sinni ætt keírður úr völdum, og varð að fara
útlægur.24
22 Það vantar þó ekki að öllu leyti í skrifin því í umsögn um eitt bókafréttatímarit-
anna, Maanedsskrift for Literatur, stendur að þetta mánaðarrit sé „hvörjum þeim,
sem fylgja vill tíðanna bókmentagángi öldúngis ómissandi leiðtogi“ (102). En hér
hefur orðið ekki fengið nýju merkinguna.
23 Á titilsíðum síðustu tveggja alda er orðið skrifað ýmist með einu n eða tveimur og
è, é eða je.
24 Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmunds-
son, „Fjölnir“ [Ávarp ritstjóranna], Fjölnir 1, 1835, bls. 4.