Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 22
22
á Íslandi, ef rithöfundar gjöra sig so nærgaungula að minnast á
slíkt, og erum við í þeírri greín bísna hörunzsárir; enn þó verður
ekki móti því mælt, að undir því er komin sjálfs-þekkíngin, sem
þjóðunum er eíns ómissandi og hvurjum eínstökum manni.
Það verður að seígja so hvurja sögu sem hún geíngur; og það er
spje-speígill, sem ekki sínir hvurn hlut eíns og hann er. Meðan
ósiðirnir gángast við, verður líka að nefna þá, og stoðar ekki að
draga á það dulur, sem óskipulega fer og almenníngi gjetur að
meíni orðið, ef ifir þvi er þagað. Enn að minnast ekki á annað,
enn það sem verðskuldar hól, er að sínu leíti eíns óviðurkvæmi-
legt, eíns og að gorta í sífellu af sjálfum sjer.27
Krafan um nytsemi bókmennta er náttúrlega ekki óalgeng nú á dögum, sú
umræða blossar reglulega upp þegar alvaran leitar sem mest á menn, þótt
hún sé í raun fölsk krafa til bókmennta, a.m.k. ef átt er við skáldaðar sögur
sem staðsetja sig utan við raunveruleikann í leik sínum að öðrum heimi.28
Nýsköpun bókmenntahugtaksins heldur áfram í Fjölni en í 3. árgangi
árið 1837 er rætt nútímalega um íslenskar bókmenntir sem landkynningu,
þátt í eins konar „branding“ fyrir landið, eins og nú er sagt, sem lokki aðra
en Íslendinga til að heimsækja það. Sömuleiðis er rætt um skaðsemi
útflutnings handrita sem séu í háu verði í Danmörku og enn mikilvægari
fyrir hag og heiður þjóðarinnar en landkynningin. Stungið er upp á því að
handritum sé safnað og komið í áreiðanlega geymslu „annaðhvurt við
skólann eða bókasafnið í Reíkjavík“.29 Merkingarbylting orðsins „bók-
menntir“ er gengin um garð. Þá skiptir ekki máli hvort Konráð Gíslason
skipti síðar um skoðun og setji fram tillögu um annað orð, „bóklistir“, eða
einhverjum dytti í hug að nota stöku sinnum á prenti „þjóðrit“ Þórðar
Jónassen. Af Bókmenntasögu Íslendinga eftir Sveinbjörn Egilsson frá 1847
má klárlega ráða að hið nýja hugtak „bókmenntir“ hefur unnið sér sess í
málinu, þótt þar séu bókmenntir aðallega kveðskapur. Sveinbjörn leit ekki
27 Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmunds-
son, „Eptirmæli ársins 1835, eins og það var á Íslandi“, Fjölnir 2, 1836, III, bls.
46–47.
28 Um samband raunveruleika og bókmennta eða skáldskapar fjalla ég í væntanlegri
grein minni „Skáldskaparfræði Álfrúnar Gunnlaugsdóttur og raunveruleikinn“,
Hvött að rúnum: Greinasafn um skáldskap og fræðistörf hennar í tilefni af sjötugs-
afmælinu 18. mars 2008, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Bókmennta- og listfræði-
stofnun Háskóla Íslands, 2010.
29 „Eptirmæli ársins 1836, eins og það var á Íslandi“, Fjölnir 3, 1837, II, bls. 27.
Gottskálk Jensson