Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 24
24
staf) eins og við þekkjum þær á okkar tímum og tengt þennan nýja skilning
á hugtakinu við breytingar á samfélagsgerð Vesturlanda, s.s. styrkingu
borgarastéttarinnar á kostnað aðalsins, sérhæfingu iðnstétta og listgreina
og upphaf nútíma kapítalisma, sem allt hafi þrengt að almennum gamal-
dags yfirstéttabóklærdómi og kúltúrkapítali háskólamanna, svo notað sé
hugtak frá Pierre Bourdieu, sem þannig hafi þurft að réttlæta tilvist sína
með nýjum og meira afgerandi hætti en áður var með því að stunda ófeim-
ið sjálfhælni og gera ákveðið tilkall til sérstöðu, fágunar og andlegra yfir-
burða.32 Þessi marxíska lýsing á hinni nýju hugmyndafræði bókmenntanna
stangast þó á við það sem við höfum lesið í Skírni og Fjölni því bæði í lýs-
ingu þjóðrita og bókmennta er greinileg áhersla á alþýðleika og náin tengsl
við þjóðina, þegar vísirit eða fræðirit heyra til hinni borgaralegu elítu
háskólamanna.
Danski fræðimaðurinn Flemming Conrad gerir þessu upphafstímabili
bókmennta skil í bókmenntasöguritun Dana og greinir á milli tveggja
sögulegra fasa í ritun slíkra yfirlitsverka, annars vegar áherslu á nýklassíska
fagurfræði á 18. öld (án augljósra pólitískra skírskotana til þjóða og frels-
isviðleitni þeirra), hins vegar áherslu á hugmyndafræði þjóðernis á 19. öld
og rómantíska tilfinningasemi.33 Hér er um mikilvægan greinarmun að
ræða sem einnig má finna stað í íslenskum yfirlitsritum um bókmenntir.
Nýklassísk fagurfræði 18. aldar er til að mynda ráðandi í latneskri bók-
menntasögu Hálfdanar Einarssonar, Sciagraphia historiæ litterariæ Islandicæ,
sem prentuð var í Kaupmannahöfn 1777, sem og í eldri 18. aldar yfirlits-
verkum um íslenskar bókmenntir.34 Hennar gætir reyndar enn í
Bókmenntasögu Ís lendinga eftir Sveinbjörn Egilsson. Í þessum verkum verð-
ur ekki vart neinnar þjóðernislegrar óþreyju eða byltingarkenndrar hug-
myndafræði í tengslum við bókmenntaumræðuna. Eins og við höfum séð
getum við tímasett þessi hugmyndafræðilegu hvörf við skrif Skírnis- og
32 René Wellek, The Rise of English Literary History, Chapel Hill, NC: The University
of North Carolina Press, 1941 og „What is Literature?“, What is Literature?, ritstj.
Paul Hernadi, Bloomington: Indiana University Press, 1978, bls. 16–23; Raymond
Williams, Marxism and Literature, oxford: oxford University Press, 1977, bls.
49–50; Terry Eagleton, Literary Theory: An Introduction, oxford: Blackwell, 1983,
bls. 18.
33 Flemming Conrad, Rahbek og Nyerup. Bidrag til den danske litteraturhistorieskrivn-
ings historie. Studier fra Sprog- og Oldtidsforskning, Kaupmannahöfn: Museum
Tusculanums Forlag, 1979; Smagen og det nationale. Studier i dansk litteraturhistorie-
skrivning 1800–1861, Kaupmannahöfn: Museums Tusculanums Forlag, 1996.
34 Gottskálk Jensson, „Hugmynd um bókmenntasögu Íslendinga“.
Gottskálk Jensson