Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 26
26
Heimspeki
Snúum okkur þá að „heimspeki“. orð þetta merkti ekki upphaflega mesta-
speki-í-heimi eða speki-um-allt-í-heiminum, eins og flestir skilja það nú
(sbr. „heimsmeistari“, sá sem hefur sigrað heiminn, eða „heimsborgari“, sá
sem hefur allan heiminn að föðurlandi, eða „heimsmál“, mál sem talað er
um heim allan). og jafnframt er ljóst að það er ekki til komið sem bein
þýðing á forngríska orðinu fílosófía. Eins og Gunnar Harðarson hefur sýnt
fram á með rannsóknum á sögu orðsins er um að ræða tökuþýðingu úr
þýsku (Weltweisheit) eða dönsku (den verdslige Visdom) sem merkir veraldar-
viska til aðgreiningar frá andans visku eða hinni „andligu spekt“ (hugtak
Snorra) sem veitist kristnum mönnum fyrir Guðs náð.36 Hugsunin er svo
kristin sem vera má því „veraldarviska“ er sérstakt heiti sem Páll postuli
smíðaði til þess að hafa um vísindi heiðingja, forkristinna spekinga. Fyrri
hlutinn, „heims-“, hafði því heldur neikvæða merkingu í samræmi við
kristna tvíhyggju, og kemur sú merking ágætlega fram í fjölda samsettra
norrænna orða sem hafa jákvæðan seinni hluta, s.s. „heimsdýrð“ og „heims-
tign“, en neikvæða heildarmerkingu í kristnum skilningi.37 Í íslenskum
biblíuþýðingum (þar til nýlega), allt frá Viðeyjarbiblíu (1841) Magnúsar
Stephensens, stóð orðið „heimsspeki“ í þýðingu á Bréfi Páls til Kólossu-
manna 2.8: „Varist, ad nokkur blindni hertaki ydur med heimsspeki og
hégómlegri villu, eptir […] manna setníngum“. Í Biblíu Hins íslenzka
biblíufélags frá 1978 stóð enn á þessum stað: „Gætið þess, að enginn verði
til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á manna-
setningum, er runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi.“ orðið í
gríska frumtextanum sem þýtt er með „heimspeki“ er fílosófía og það orð
stendur einnig í Vúlgötu, philosophia. Jafnvel Lúther varðveitti þetta gríska
orð í sinni þýsku biblíuþýðingu. Lengi vel stóð hins vegar verdslig Visdom á
þessum stað í dönskum biblíuþýðingum, og Viðeyjarbiblía virðist hér
byggja á dönsku þýðingunni. Í Fyrra bréfi Páls til Korintumanna, 1.19–20,
finnum við ritningarstaðinn sem liggur kristnu hugtökunum Weltweisheit,
36 Gunnar Harðarson, „Philosophia í miðaldahandritinu GKS 1812 4to og tengsl
hennar við fróðleiksást“, Í garði Sæmundar fróða, ritstj. Gunnar Harðarson og
Sverrir Tómasson, Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 40.
37 Önnur slík orð eru t.d. „heimsblíða“, „heimsfegrð“, „heimsgleði“, „heimshöfð-
ingi“, „heims líf“, „heimsmaðr“ (haft um Ágústínus, í sögu hans, áður en hann tók
kristna trú) og „heimsvirðing“. „Heimsins prakt“, sem fyrir kom í 10. línu erindis
sr. Egils Eld járnssonar sem vitnað var til í upphafi greinarinnar, er eins hugsað.
Gottskálk Jensson