Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 27
27
Verdensvisdom eða verdslig Visdom, og „heimspeki“ til grundvallar. Þannig
er staðurinn í Nýja testamenti odds Gottskálkssonar:
Því að þetta orð af krossinum er fíflska þeim sem fortapaðir
verða, en oss sem hjálpast, er það Guðs kraftur. Því að svo er
skrifað: Eyða man eg visku vitringanna, og skilning skynsamra
mun eg forleggja. [Jes 29.14; 44.25] Hvar er nú spekingurinn?
Hvar er ritningsmeistarinn? Hvar er veraldarvitringurinn?
Hefir Guð ekki gjört speki heims þessa að heimsku?
Síðan heldur Páll áfram og bendir á visku Gyðinga og speki Grikkja, svo
það er síður en svo langsótt að ætla að vísað sé m.a. til fílosófíu Grikkjanna.
Þegar oddur leikur sér að hljóðlíkingunni með „speki heims þessa“ og
„heimsku“, þýðir Lúther síðustu setninguna svo: „Hat nicht Gott die
Weisheit der Welt zur Torheit gemacht?“ Það sem oddur þýðir sem speki
heimsins og Lúther sem Weisheit der Welt er í gríska frumtextanum sófía tou
kosmou (speki heimsins), sem í Vúlgötu verður sapientia huius mundi (speki
þessa heims). Héðan hefur svo hugtakið veraldarviska eða heimspeki verið
yfirfært á bréfið til Kólossumanna (2.8) í þýðingum á þjóðtungur, þótt þar
standi fílosófía en ekki sófía tou kosmou, eins og til að hnykkja á hinni kristnu
fyrirlitningu á vísindum og fræðum efasemdamanna. yfirtakan úr þýsku er
einnig sýnileg í þýðingu Grunnavíkur-Jóns á þýskri þýðingu latneskrar
skáldsögu Holbergs, Nicolausar Klíms Ferð um underheima, sem gerð var
1745.38 Nokkuð eldra dæmi um „heims speki“ (<philosophia) má finna í
áðurnefndri orðabók Jóns Árnasonar, Nucleus latinitatis frá 1738, sem hafði
gríðarlega mikla útbreiðslu og áhrif sem skólabók, og þar sem við einnig
fundum móður „bókmennta“, „bóklegar menntir“. En öll horfir þessi
nýyrðasmíði aftur til Fyrra bréfs Páls til Korintumanna. Því má velta fyrir
sér hvers vegna „veraldarviska“ varð ekki hin ráðandi þýðing á Weltweisheit
enda varðveitir það orð germönsku stofnana úr þýsku frummyndinni.
oddur notar „veraldarvitringur“ án efa undir áhrifum frá Weisheit der Welt
Lúthers. Í samanburði við „veraldarvisku“ virðist „heim(s)speki“ dálítið
þunglamaleg nýsmíði, en þetta er kannski smekksatriði. Því má bæta við að
ekki er útilokað, þegar gætt er að hinni niðrandi merkingu sem liggur í
38 Ludvig Holberg, Nikulás Klím, íslensk þýðing eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík,
Jón Helgason bjó til prentunar, Íslenzk rit síðari alda 3, Kaupmannahöfn: Möller,
1948, bls. 20.
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA