Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 28
28
sapientia huius mundi, að minnkunarviðskeytið hafi upphaflega verið virkt í
orðinu „heimspekingur“.
Til þess að endurvirkja hina upphaflegu merkingu orðsins „heimspeki“
(sem nú virðist hafa fennt yfir) má því setja „þessa“ fyrir framan það: þessa-
heims-speki, þessa-heims-spekingur. Þótt í þessu heiti nýaldarmanna felist
skýr vísbending um að speki grísku spekinganna hefði verið þessa-heims-
speki, var hugtakið ekki lengur eingöngu niðrandi, einkum þegar kom
fram á 18. öld. Þá var eins og rofaði fyrir dálítilli glætu af jákvæðum skiln-
ingi þegar fram kom sú hugmynd að rannsóknir á heiminum, það sem við
nú köllum raunvísindi en menn kölluðu þá á latínu einu nafni philosophia,
væru í besta skilningi rannsóknir á sköpunarverkinu. Slíkar rannsóknir
ættu því rétt á sér við hlið rannsókna á ritningunni, Guðs orði, því sköp-
unarverkið veitti, næst á eftir ritningunni, bestan vitnisburð um vilja og
fyrirætlan Guðs (með sköpun heimsins).
Efnislega vísar orðið „heimspeki“ einnig óbeint til gríska orðsins fílosófía
en á þann hátt að endurskilgreina, kristna það og undirskipa guðfræðinni.
Til þess að skilja íslenska hugtakið ber því að athuga hið forngríska einnig.
Eins og mörg önnur menningarsögulega mikilvæg orð, hefur merking
þessa forngríska hugtaks þróast og breyst gegnum aldirnar, þótt iðulega
vísi menn til Platons um merkinguna og geri sér þá kannski ekki grein
fyrir þróuninni eða gangi út frá rangri merkingu í upphafi. Stundum er
haft eftir Sókratesi í ritum Platons að fílosófía þýði „ást á speki“, „viskuást“,
eða eitthvað í þá veru. En ekkert þessara orða, „ást“, „viska“ eða „speki“,
eru í raun sættanleg hinni upphaflegu merkingu orðsins. Fyrri hlutinn fílo-
getur haft margvíslega merkingu, s.s. vinfengi, eftirsókn, ásækni, áhugi,
græðgi, fýsn, rétt eins og í grísku heitunum fílía (vinátta), fílarmónía (tón-
listaráhugi), fílología (textafræði), fílíobrótos (matgráðugur) og fílarguría
(fégræðgi/græðgi í silfur). Á 5. og 4. öld f.o.t. og raunar út alla fornöldina
var grunnmerking orðsins fílosófía „fræðahneigð“, „leit að lærdómi“,
„þekkingaráhugi“ eða „fróðleiksfýsn“. Besta íslenska þýðingin er enn eitt
nýyrðið, „vísyndi“ með ypsíloni.
Einhverjar elstu skilgreiningar á hugtakinu eru varðveittar í tengslum
við aþensku skólamennina Ísókrates (436–338 f.o.t.) og dálítið yngri sam-
tímamann hans Platon (427–347), enda virðist sem notkun hugtaksins hafi
mótast í aþensku skólunum á 4. öld f.o.t. Ísókrates, sem kallaði sig fílosófos,
vísyndismann, og hafði öðrum meiri áhrif á skipulag grísk-rómverskra
skóla gegnum aldirnar, notar hugtakið sem regnhlífarheiti yfir þá almennu
Gottskálk Jensson