Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 29
29
menntun sem hann veitti í skóla sínum. og þessari merkingu hélt orðið út
alla fornöldina og raunar allt þar til nýlega. Í skóla Ísókratesar var hið rit-
aða mál upphafið og lögð við það sérstök rækt. Hin upphaflega merking
orðsins fílosófía náði þannig yfir merkingarsvið sem ekki var svo ólíkt hinu
víða bókmenntahugtaki fyrr á öldum, þótt merkingaraukarnir væru með
ýmsu móti aðrir. Platon, keppinautur Ísókratesar um hylli nemenda, kall-
aði sig líka fílosófos en snýr út úr skilningi Ísókratesar á hugtakinu í sam-
ræðu sinni Ríkinu (V. bók, 475c–d), þar sem því er neitað að fílosófía sé
einhver fjölfræði og að sá maður geti kallast fílosófi sem vilji vita bara eitt-
hvað, hvað sem er. Ljóst er að Ísókrates hefur getað samþykkt þá almennu
takmörkun að viðfangsefni skólamanna ættu að vera verðug. Sjálfur setur
Platon fram aðra skilgreiningu á hugtakinu, sem er í beinni andstöðu við
áherslu Ísókratesar á ritað mál eða bókmenntir, og eignar hana Sókratesi
læriföður sínum:
sókrates: Nú höfum við skemmt okkur nógu lengi við orða-
leiki; farðu og segðu Lýsíasi [sem var frægur aþenskur ræðu-
skrifari eins og Ísókrates] að við höfum gengið niður að brunni
Músanna og hlustað í helgidómi orðanna [museion logon], og
Menntagyðjurnar hafi sent okkur til að tjá honum, og öðrum
sem skrifi ræður [logoi], svo og Hómer eða hverjum þeim sem
semur kvæði með eða án tónlistar, og í þriðja lagi Sóloni og
hverjum þeim sem skrifað hefur texta um borgarstjórn og kallað
lög: Hafi hann samið þetta vitandi af sannleikanum og getur
svarað fyrir og þrætt um það sem hann hefur skrifað, og megni
hann með tali sínu að sýna fram á gallana í skrifum sínum, ætti
slíkur maður ekki að fá nafn af skrifum sínum, heldur af við-
leitninni sem liggur þeim til grundvallar.
Fædros: Hvaða heiti myndirðu þá nota yfir hann?
sókrates: Að kalla hann speking [sofos], kæri Fædros, sýnist mér
stórt upp í sig tekið og aðeins hæfa Guði; en að kalla hann vís-
yndismann [filosofos] eða eitthvað þvílíkt væri betur við hæfi og
sæmandi.39
Fædros: Já, það væri mjög við hæfi.
sókrates: Aftur á móti sá sem hefur ekkert merkilegt að segja
39 Af þessum ummælum Sókratesar sést ágætlega að íslenska orðið „heimspekingur“
í núverandi merkingu er ótækt sem þýðing á gríska orðinu fílosófos í samræðum
Platons.
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA