Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 31
31
Nec quicquam aliud est philosophia, si interpretari velis, praeter
studium sapientiae; sapientia autem est, ut a veteribus philoso-
phis definitum est, rerum divinarum et humanarum causarum-
que quibus eae res continentur scientia.
Fílosófía, vilji maður þýða orðið, merkir ekki annað en ástundun
vísinda, en vísindi eru, samkvæmt skilgreiningu fornra fílosófa,
þekking á guðlegum og mannlegum hlutum og þeim orsökum
sem þar liggja að baki.41
Þessa skilgreiningu tóku svo upp Ísidórus frá Sevilla (560–636 e.Kr.) og
Alkuin (730–804), en sá síðari lagði drögin að endurskipulagningu latínu-
skólanna í ríki Karlamagnúsar í lok 8. aldar og á þeirri endurskipulagningu
byggðist menntakerfi miðalda að miklu leyti upp frá því. Aðalbreytingin
frá fornöld stafaði af því að þessir kristnu lærdómsmenn vildu sýna að hin
heiðnu vísindi sem þeir tóku upp hefðu verið hæfilega löguð að kristinni
kröfu um meira siðgæði. Það var gert með því að auka við skilgreininguna
nokkrum orðum sem hnýtt var aftan við hana: cum studio bene vivendi coni-
uncta (ásamt með námi í góðum lifnaðarháttum). Í raun samanstóð þessi
siðbót kerfisins af litlu öðru en því að piltar lærðu utanbókar tvíhendur
Katós, Disticha Catonis, sem þótti líka gott vegna þess að það styrkti lat-
ínukunnáttu þeirra.
Þegar fram líður á miðaldir, eins og Gunnar Harðarson hefur sýnt
okkur, er philosophia enn notuð sem regnhlífarhugtak fyrir almenna mennt-
un, hinar sjö lærdómslistir – ásamt hinu siðferðilega uppeldi, studium bene
vivendi, sem klaufalega er greint niður í höfuðdygðirnar fjórar, svo sem
væru þær námsgreinar á borð við listirnar. Annars voru undirgreinar
menntunar í miðaldaskólum, sem kalla mátti hvort heldur var artes liberales
(„bókfræði“ á norrænu) eða philosophia (sem aldrei var þýtt á norrænu svo
vitað sé með vissu), sjö aðalgreinar sem skiptust í tvennt, í fjórveginn
(quadrivium) og þríveginn (trivium). Þessi notkun á orðinu philosophia yfir
almenna menntun, að viðbættum hinum kristna siðalærdómi, ethica, er
greinileg á yfirlitsteikningu í handritinu GKS 1812 4to, sem Gunnar notar
sem útgangspunkt fyrir umfjöllun sína um hugtakið.42 og þessi var enn
merking latneska orðsins philosophia á 18. öld þegar tökuþýðingin „heim-
41 Cicero, De officiis 2.5.
42 Gunnar Harðarson, „Philosophia í miðaldahandritinu GKS 1812 4to og tengsl
hennar við fróðleiksást“, bls. 34–40. Gunnar ræðir mögulegar þýðingar orðsins á
norrænu, „ástarspekt“ og „fróðleiksást“. Hvorug þeirra er sennileg, þótt sú síðari
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA