Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 33
33
karlaleg. Kennararnir sjálfir voru í upphafi hálfvandræðalegir yfir þessari
nýju og ófyrirséðu merkingu eða merkingarauka íslenska nýyrðisins og
fannst þeir jafnvel þurfa að afsaka eða réttlæta notkunina, ef ekki að leggja
til nýtt og betra heiti fyrir greinina.44 Þetta vandist þó furðu vel og menn
urðu ónæmir fyrir hinum nýja merkingarauka. Elsta dæmið sem maður
finnur skráð um þessa notkun orðsins í Ritmálssafni orðabókar Háskólans
er einmitt úr riti eftir Pál Skúlason, fyrsta kennara í „heimspeki“ við
Háskóla Íslands.45 Örugglega má finna einhver eldri dæmi en svo mikið er
víst að ekki hafði kennslugreinin „heimspeki“ verið stunduð lengi við
Háskóla Íslands þegar merking hugtaksins „heimspeki“ hafði þrengst
mjög og afmarkast í það heiti einnar hugvísindagreinar (meðal margra)
sem við nú þekkjum. Svo mikil varð raunar merkingarbreyting orðsins að
deildarheitið varð ónothæft enda rúmaði heimspekideild fjölmargar kennslu-
greinar aðrar en „heimspeki“ sem höfðu þar að auki tilheyrt deildinni
miklu lengur. Fór svo að eftir rúmlega þriggja áratuga kennslu í „heim-
speki“ þótti prófessorum heimspekideildar það valda misskilningi að
kenna deildina áfram við eina kennslugrein hennar! Þó hafði heitið áður
fyrr þótt henta vel sem safnheiti fyrir margvíslegar greinar, enda í samræmi
við eldri og víðari merkingu orðsins. Var nafninu þá breytt í „hugvísinda-
deild“ sem varð svo að „hugvísindasviði“, þegar sú deild var lögð niður.
Hugtakið „hugvísindi“ er svo að því leyti víðara en gamla heimspekihug-
takið – og er þar að auki laust við hinn kjötlega „þessa-heims“ stimpil – að
Hugvísindasvið rúmar nú einnig guðfræði. Íslenska nýyrðið „heimspeki“
hefur hins vegar glatað hinni upprunalegu og víðu skírskotun og vísar nú
til einnar afmarkaðrar kennslugreinar.
44 Sbr. eftirfarandi orð Þorsteins Gylfasonar í áðurnefndri grein frá 1973: „[…] hlýt
ég að leyfa mér að fara fáeinum orðum um lítillæti fræða minna, þó svo þau heiti
hvorki meira né minna en ‚heimspeki‘ á íslenzku. Kannski þau ættu heldur að heita
‚hugsunarfræði‘ sem lætur alla vega minna yfir sér en ‚heimspeki‘ á íslenzku. En
við skulum ekki skeyta um nafngiftir. Lítillæti heimspeki eða hugsunarfræði hygg
ég sé raunar sameiginlegt öllum fræðum eða vísindum, hverjum nöfnum sem þau
nefnast“ („Að hugsa á íslenzku“, bls. 130).
45 „Sú stefna sem segja má að taki við af honum [þ.e. rökfræðilegum pósitívisma] […]
er svonefnd rökgreiningarspeki (eða analýtisk heimspeki)“ (Páll Skúlason, Hugsun
og veruleiki. Brot úr hugmyndasögu, Reykjavík: Hlaðbúð, 1975, bls. 57).
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA