Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 34
34
Niðurlag
Í inngangsorðum mínum gerði ég því skóna að nýyrðasmíði í íslensku
máli, sem tíðkast hefur frá upphafi ritaldar, hefði gjarnan haft það að
markmiði (á síðari tímum í nafni hreinleika og fegurðar hins forna máls)
að framandi hugmyndir kæmu inn í það í búningi sem væri bæði „auðskil-
inn“ og „málinu sem eðlilegastur“ (svo ég stæli orðalag Fjölnismanna).
Þessi flókna krafa gerir nýyrðasmíði í raun afar erfiða og teygir hana í tvær
andstæðar áttir: Í fyrsta lagi á nýyrðið að taka sem nákvæmast yfir merk-
ingu hins framandi orðs, en í öðru lagi á það að falla svo átakalaust að
þeirri íslensku sem fyrir er að það virðist alltaf hafa tilheyrt málinu, sé
gamalt og gott orð. Ein aðferð til þess að „leysa“ þá valþröng sem myndast
við nýyrðasmíði á íslensku er að teygja merkingu gamalla orða út yfir ný
svið, þannig að orð sem fyrir er í málinu bæti á sig merkingu eða varpi af
sér gamalli og ummyndist í nýtt. Þetta hefur svo þá afleiðingu að íslensk
nýyrði öðlast gjarnan afar flókna merkingu sem erfitt er að henda reiður á,
þegar gamla merkingin hverfur ekki möglunarlaust, sem aftur veldur eink-
um vandræðum í fræðilegu máli, þegar sóst er eftir vísindalegri nákvæmni.
Þannig er það um íslenska 18. aldar nýyrðið „bókmenntir“, sem mikið
hefur verið rætt um á þessum síðum, og enn frekar um jafnaldra þess,
„heimspeki“, sem, eins og við höfum séð, á það beinlínis til að þvælast fyrir
þeirri merkingu sem því er ætlað að hafa. En athugun mín á merkingarusla
í heitum þessara háskólagreina hefur þó fært okkur heim nýja vitneskju um
sögu og breytilega merkingu þeirra, sem ætti að gera þau „auðskildari“
þótt ekki verði þau þar með endilega framvegis „málinu sem eðlilegust“.
En þá er líka eitthvað unnið þótt annað tapist um leið.
ABSTRACT
The shifting significance of academic nomenclature:
The case of two eighteenth-century Icelandic neologisms,
“bókmenntir” and “heimspeki”
Characteristic for the vocabulary of Icelandic (the concept of which cannot be
traced further back than the 16th century) is a high frequency of neologisms and a
general intolerance towards words directly adapted from other languages. A
policy of linguistic purism emerged as early as the 17th century, and gained
strength in the 19th century at the instigation of the Danish professor Rasmus
Rask, who theorized the prime importance of Icelandic within the family of
Gottskálk Jensson