Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 42
42
II
Til voru fleiri málsvarnir Sókratesar en sú sem Platon er höfundur að.
Sumir hafa jafnvel talað um „Málsvörn Sókratesar“ sem heila bókmennta-
grein í samræmi við orð Aristótelesar.10 Flestar munu þær hafa verið skrif-
aðar á bilinu 395–375 f.Kr.11Af þeim er einungis varðveitt Málsvörn
Sókratesar eftir Xenofon, en vitað er að Lýsías skrifaði Málsvörn Sókratesar
(hann bauðst reyndar til þess að semja málsvörn handa Sókratesi fyrir
réttar höldin) og heimild er um Málsvörn Sókratesar eftir Þeódektes frá
Faselís, en hún kynni að vera frá því eftir 375. Einnig eru heimildir um
Ákæru Sókratesar, sem sófistinn Pólýkrates setti saman í nafni Anýtosar en
mun hafa samið sjálfur; sú er talin frá því eftir 394–393 f.Kr. Þar lætur
hann Anýtos saka Sókrates um að spilla æskulýðnum með því að draga úr
virðingu fyrir lögunum og um að hafa haft Krítías og Alkíbíades að læri-
sveinum, en þeir sættu ákærum fyrir verstu glæpi, svo og að vinna gegn
hefðbundnum gildum. Sumir hafa talið að Ákæran og Málsvarnirnar teng-
ist, þ.e.a.s. að þessi rit séu angar af sömu umræðu, sem spannst út frá lykt-
um réttarhaldanna yfir Sókratesi, þar sem fylgismenn hans og andstæð-
ingar áttust við. Ef dæma má af samanburði milli málsvarna Platons og
Xenofons hafa Málsvarnir Sókratesar verið hver með sínu móti, hver um
sig verið sérstakt höfundarverk og sú mynd sem dregin var upp af Sókratesi
ólík eftir höfundum. Xenofon segir reyndar berum orðum að fleiri hafi
skrifað um varnarræðu Sókratesar en allir minnist þó á hve „stóryrtur“
Sókrates hafi verið.12 Örlítið dæmi um hversu ólíkar þessar málsvarnir
kunna að hafa verið má sjá með því að bera saman frásögn Sókratesar af
svari véfréttarinnar í Delfí hjá Platoni og Xenofoni.
Málsvörn Sókratesar eftir Xenofon er að forminu til gjörólík Málsvörn
Sókratesar eftir Platon. Hin fyrrnefnda er ekki lögð í munn Sókratesi held-
ur er hún skýring á afstöðu Sókratesar í vörninni, með tilvitnunum í hana,
byggð á frásögn Hermogenesar nokkurs, kunningja Sókratesar, enda var
Xenofon ekki viðstaddur, ólíkt Platoni.13 Hún vekur hins vegar upp spurn-
10 Aristóteles talar um „samtöl við Sókrates“ sem sérstaka bókmenntagrein, Um
skáldskaparlistina, þýð. Kristján Árnason, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1976, bls. 46 (1447b).
11 E. de Strycker og S.R. Slings, „Plato’s Apology of Socrates“, bls. 74–75.
12 Xenophon, „Apology of Socrates to the Jury“, The Shorter Socratic Writings, ritstj.
Robert C. Bartlett, Ithaca og London: Cornell University Press, 1996, bls. 9.
13 Þetta kemur fram í upphafi rits Xenofons, sbr. Málsvörn Sókratesar (eftir Platon),
386.
GunnaR HaRðaRson