Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 44
44
En viti það Seifur, Aþenumenn, að þér munuð ekki fá að heyra
orðskrýdda ræðu með haglegum málsgreinum og prýðilegri
niðurskipan, eins og ræður þessara manna, heldur munuð þér
fá að heyra óbreytta ræðu og blátt áfram, með því orðalagi sem
mér hugkvæmist í svipinn. […] þér heyrið mig haga tali mínu í
málsvörn minni eins og ég er vanur, þegar ég tala annaðhvort á
torginu við víxlaraborðin, þar sem margir yðar hafa hlýtt á mig,
eða annars staðar […] Ég er því með öllu óvanur þeirri ræðu-
aðferð, sem hér tíðkast. […] kippið yður ekki upp við ræðusnið
mitt […].
Málsvörnin sjálf er hins vegar fullkomin andstæða þess sem Sókrates lýsir:
Þetta er ekki óbreytt ræða eða blátt áfram eða með orðalagi og sniði sem
mótast af hugdettum Sókratesar frammi fyrir áheyrendunum. Þvert á móti
er hún þaulskipulögð, sem sé með „prýðilegri niðurskipan“, alveg öfugt
við það sem Sókrates fullyrðir og segist enga reynslu hafa af. Vitað er að
grískir ræðumenn og heimspekingar sömdu svokallaðar „sýningarræður“,
skrifuðu sem sé dæmi um góðar ræður og ræðan sem Platon leggur í munn
Sókratesi kynni að vera ein slík.18
Málsvörn Sókratesar er í raun þrjár ræður sem haldnar eru hver á eftir
annarri: Hin fyrsta og lengsta er vörn Sókratesar gegn ákærunni, önnur
ræðan er svar hans við sakfellingunni þar sem honum er gert að stinga upp
á vararefsingu og þriðja ræðan er svo lokaræðan eftir ákvörðun refsingar-
innar. Hér verður aðeins vikið að fyrstu ræðunni sem er hin eiginlega
varnarræða. Uppbygging hennar er í grófum dráttum eftirfarandi:19
Prooímion1. (exordium): Inngangur (17a1–18a6)
Proþesis2. (propositio): Málsvarnarefni (18a7–19a7): Fyrri og síðari sakar-
giftir (orðrómurinn um Sókrates og ákæra Meletosar og félaga)
Lusis3. (refutatio): Vörn gegn fyrri og síðari sakargiftum: fyrst sem
diegesis (frásögn), síðan sem erotesis (spurningar) (19a8–28b2)
Parekbasis4. (excursus): Ímynduð andmæli eða frekari vörn fyrir lífi og
starfi (28b3–34b5)
Epilogos5. (peroratio): Niðurstaða (34b6–35d8)
18 Frægt dæmi er Málsvörn Palamídesar eftir Gorgías, sbr. T.C. Brickhouse og N.D.
Smith, Plato and the Trial of Socrates, New york og London: Routledge, 2004, bls.
81–82 og bls. 186 n. 24.
19 Sbr. Strycker og Slings, „Plato’s Apology of Socrates“, bls. 90–93, þar sem ræðan
er sundurliðuð enn frekar.
GunnaR HaRðaRson