Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 46
46
Það er því engan veginn hægt að gefa sér að óathuguðu máli að Máls-
vörnin sé að stofni til sú varnarræða sem Sókrates flutti á dómþinginu
vorið 399 f.Kr. eða traust heimild um hana. Þvert á móti bendir ýmislegt
til þess að hún sé alls ekki meðal fyrstu rita Platons. Samhengi hennar
hlýtur þar með að vera allt annað en almennt hefur verið talið. Það þarf því
að skoða Málsvörnina út frá tengslum hennar við aðra texta sem gætu varp-
að ljósi á hana.
III
Sókrates var sóttur til saka fyrir að brjóta lög Aþeninga gegn guðleysi og
spilla æskunni. Hann var ekki ákærður fyrir að stunda heimspeki eða fyrir
að skaprauna Aþeningum með samtalsaðferð sinni. Grunur hefur leikið á
að ákæran kunni að hafa staðið í sambandi við óbein pólitísk tengsl
Sókratesar við þrjátíumenningastjórnina sem Spartverjar komu á eftir
sigur yfir Aþeningum árið 404 f.Kr. og réttarhöldin hafi því í raun verið
liður í pólitískum hreinsunum. Þrjátíumenningarnir (Krítías, frændi
Platons og kunningi Sókratesar, var forsprakki þeirra) beittu lýðræðissinna
ofríki og hröktu þá í útlegð, en útlagarnir náðu borginni aftur á sitt vald
árið 403 f.Kr. og hröktu þrjátíumenningana brott. Almenn sakaruppgjöf,
sem komið var á með aðstoð Spartverja, gerði ókleift að lögsækja borgara
fyrir lögbrot á meðan á borgarastyrjöldinni stóð og kom þannig í veg fyrir
að hægt væri að höfða mál gegn Sókratesi á pólitískum grundvelli.23
Lagalegur grundvöllur ákærunnar voru því ákvæði sem bönnuðu guðleysi,
en þeim mun hafa verið ætlað að vernda Aþeninga gegn reiði guðanna.
Lögin voru fremur almenns eðlis og höfðu engar sérstakar tímatakmark-
anir. Hver sem var mátti leggja fram kæru og refsiramminn var ekki
ákvarðaður í lögunum. Ákærendurnir voru Meletos, sem sótti málið og
Sókrates segir að sé talsmaður skáldanna, enda mun hann hafa verið sonur
Meletosar nokkurs skálds;24 Lýkón, sem Sókrates segir að sé talsmaður
ræðumanna, en hann mun hafa verið einn af leiðtogum lýðræðissinna; og
Anýtos, sem mun hafa verið forsprakkinn að baki ákærunni, hann var iðn-
aðarmaður (sútari) og stjórnmálamaður og hafði verið virkur í andspyrnu
lýðræðissinna gegn einræði þrjátíumenninganna. Fylgt var ákveðnu form-
23 Sjá t.d. Debra Nails, „The Trial and Death of Socrates“, A Companion to Socrates,
bls. 5–20, og fræga bók eftir I.F. Stone, The Trial of Socrates, London: Jonathan
Cape, 1988.
24 Í Evþýfroni lýsir Sókrates Meletosi svo: „Hann er með sítt og slétt hár, ekki mikið
skegg en nokkuð nefskakkur“ (2b).
GunnaR HaRðaRson