Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 56
56
hyggju. Gagnkvæm áhrif eru greinileg í skrifum þeirra, bæði beint og
óbeint. Í augum Cixous nægir ekki að benda á vandamál hins siðferðilega
og pólitíska. Róttækra aðgerða sé þörf. Þannig geta bókmenntalegar
aðgerðir haft í sér kraft til umbreytinga, jafnvel byltinga. Eða eins og
Cixous kemst að orði: „Rithöfundar sem eru meðvitaðir eru varðmenn,
ekki bara res publica (ríkisins/lýðveldisins), samfélagsins, sem er bara einn
þáttur í verki þeirra, heldur eru þeir fyrst og fremst – og það er hlutverk
þeirra og tilgangur – gæslumenn tungumálsins, þ.e.a.s. fjölbreytileika
tungumálsins, frelsisins sem býr í því og annarleika þess“.1
Í þessari grein verður fjallað um tengsl bókmennta og heimspeki með
hliðsjón af hugmyndum Derrida um verðandi lýðræði og pólitískri fagur-
siðfræði Hélène Cixous. Tilraunir þeirra til að afbyggja takmarkandi hefð-
ir innan heimspeki og bókmennta verða settar í samhengi við áherslu
þeirra beggja á hið ó-orðna og hið óákvarðanlega. Derrida heldur því fram
að í afbyggingu felist réttlæti og að réttlæti sé reynslan af hinu óákvarðan-
lega. Það sé þessi reynsla af réttlæti sem knýi okkur til pólitískrar ábyrgðar.
Spurningin snýst um afstöðu til þess sem getur orðið – eða öllu heldur
afstöðu í áttina að því sem getur orðið. Það er með öðrum orðum viður-
kenning á framtíðinni, á möguleikanum á því að eitthvað óvænt geti átt sér
stað.2
„Sann-leikur“ heimspeki og bókmennta
Því hefur verið haldið fram að tímamótafyrirlestur Derrida, „Structure,
Sign and Play in the Discourse of the Human Sciences“,3 sem hann hélt á
ráðstefnu um strúktúralisma (formgerðarhyggju)4 við Johns Hopkins-
háskóla árið 1966, hafi nánast markað endalok strúktúralisma og jafnframt
1 Kathleen o’Grady, „Guardian of Language. An Interview with Hélène Cixous“,
Women’s Education des femmes, 12(4), mars 1996, bls. 6–10.
2 Jacques Derrida, „H.C. pour la vie, c’est à dire…“, Hélène Cixous, croisées d’une
oeuvre, ritstj. Mireille Calle-Gruber, París: Galilée, 2000, bls. 15. Þessi grein var
birt sem bók árið 2002 hjá sömu útgáfu.
3 Þessi texti hefur verið þýddur á íslensku. Sjá Jacques Derrida, „Formgerð, tákn og
leikur í orðræðu mannvísindanna“, þýð. Garðar Baldvinsson, Spor í bókmenntafræði
20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir
og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands,
1991, bls. 129–152.
4 Fyrirlestra ráðstefnunnar er að finna í The Structural Controversy: The Languages of
Criticism and the Sciences of Man, ritstj. Richard Macksey og Eugene Donato,
London: The Johns Hopkins Press, 1970.
IRma eRlInGsdóttIR