Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 58
58
og veruleika, komið upp flokkunarkerfi og stigveldi sem væri hvorki hlut-
laust né bundið sannleika heldur hefði einnig þjónað þeim tilgangi að úti-
loka, drottna og niðurlægja. Tungumál heimspekinnar væri því ekki gagn-
sætt eða náttúrlegt og ekki sannara en skáldlegur texti – hvort tveggja væri
markað af hugmyndafræði. Allir textar væru ávallt þegar afbyggðir og
ómögulegt að túlka þá á einn veg; skrifin og tungumálið væru alltaf opin,
alltaf „verðandi“. Í andstöðu við Edmund Husserl leit Derrida svo á að
nú-ið væri ekki til; það væri alltaf háð fortíð eða framtíð. Ummerki væri
ekki hægt að afmá. Aðeins væru til birtingarmyndir sem væru sífelldum
breytingum undirorpnar.7
Lykilhugtak Derrida, „skilafrestur“ (fr. différance) á ekki aðeins við um
mismun (fr. différence) eða rýmingu (fr. espacement) – bilið milli stafa eða
orða, hvort sem er í texta eða í tali – heldur einnig um tímann í merking-
unni sem „frestast“ á grundvelli mismunar. Þetta er svo náskylt hugmynd-
um Derrida um hið refhverfa („oxymoroníska“) þar sem ósamanburðar-
hæfur samanburður, veldur árekstri í tvenndarandstæðu, vekur hugsunina
og grefur undan fyrirfram gefnum hugmyndum eða kerfum. Skrif hans
snúast um möguleika hins ómögulega og „veikt vald“ eða „veikan mátt“
(fr. force faible), þar sem hann teflir saman hugtökum sem virðast ósamrým-
anleg.
Skáldskap og skrif er vitaskuld hvorki unnt að útiloka úr heimspekilegri
orðræðu né annarri. Tungumálið, textinn, kemst ekki undan því að notast
við líkingamál og annars konar stílbrögð. Allur texti snýst þar með um
textaframleiðslu. og heimspekin tekur sjálf þátt í textaframleiðslu (og þar
með merkingarframleiðslu). Þannig felur texti (nær) alltaf í sér hugmynda-
fræði af einum eða öðrum toga. Frumspekilegar hugleiðingar Descartes,
„föður nútímaheimspekinnar“, er meira að segja hægt að skoða sem skáld-
verk, jafnvel þroskasögu þar sem söguhetjan kemst að frumspekilegum
niðurstöðum í sex þáttum. Þroskasagan og þar með skáldskapurinn hafa
þannig heimspekilegt vægi í verkinu og bókmenntalegt form.
Sú róttæka gagnrýni sem Derrida kynnti og beitti aflaði honum ekki
vinsælda meðal heimspekinga.8 Gagnrýni á skrif hans kom úr mörgum
áttum: frá hefðbundnum heimspekingum, meginlandsheimspekingum og
ekki síst þeim sem lögðu stund á rökgreiningarheimspeki. Ýmsir, þar á
7 Jacques Derrida, „La pharmacie de Platon“, La Dissemination, París: Seuil, 1972.
8 Fyrstu þrjár bækur Jacques Derrida komu út árið 1967: L’écriture et différence,
París: Éditions du Seuil, 1967, La voix et le phénomène, París: Presses universitaires
de France, 1967, og De la grammatologie, París: Éditions de Minuit, 1967.
IRma eRlInGsdóttIR