Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 60
60
reyna ekki að forðast vandann heldur skrifa með þessu tungumáli, nýta
heimspekilega og skáldlega reynslu þessa tungumáls.“12 Það er því ekki
algjörlega að ósekju að sagt hefur verið að heimspeki eigi það til að flýja
það sem er skammarlegt eða það sem er ógeðslegt, en bókmenntir láti sig
ekki muna um að taka við úrkasti og úrgangi.13
Verðandi tungumál – bókmenntir og lýðræði
Derrida heldur því fram að skrif/bókmenntir/skáldskapur boði komu
„verðandi tungumáls“ (fr. langue à venir). orðin komandi/verðandi (fr. à
venir) í orðasamböndum eins og „verðandi lýðræði“ og „verðandi tungu-
mál“ vísa í skrifum Derrida ekki einungis til framtíðar, heldur ekki síður til
þess sem kemur, er óvænt og ófyrirsjáanlegt. Í þessari staðhæfingu er falin
róttæk gagnrýni í formi afbyggingar. Derrida stillir upp hugsun/skrifum
(fr. pensée/écriture) sem ekki verði greind hvort frá öðru. Með þessu móti
vinnur hann gegn þeirri firru að heimspeki eigi sérstakt tilkall til sannleik-
ans.
Þessari túlkun deilir Derrida með fyrrnefndum póststrúktúralistum og
öðrum frönskum fræðimönnum, svo sem Roland Barthes, Júlíu Kristevu
og Jean-Luc Nancy. Öll brjóta þau niður múra milli hugtaka og sköpunar.
Þetta fór fyrir brjóstið á ýmsum heimspekingum sem áttuðu sig ekki á því
hvað Frökkunum gekk til. Eins og Terry Eagleton hefur bent á voru þessir
heimspekingar fastir í þeirri hugsun að aðeins mætti fjalla um hugtök á
ákveðinn hátt. Þótt tíminn væri verðugt heimspekilegt viðfangsefni var
Proust ekki rétti maðurinn til að fjalla um það. Að sama skapi mætti gefa
dauðanum gaum, ef heimspekingar eins og Donald Davidson glímdu við
það. Öðru máli gegndi hins vegar um Martin Heidegger sem væri ekki
alvöru heimspekingur heldur frekar skáld. Loks „mátti“ fjalla um sjálfs-
myndir í heimspekilegri orðræðu, en þjáningar áttu síður upp á pallborðið.
Það hefur vafalaust einnig haft sitthvað að segja að flestir póststrúktúralist-
anna (hér stillt upp með fyrirvörum) voru hallir undir vinstri væng stjórn-
málanna, en margir hefðbundnir heimspekingar voru ópólitískir, með
öðrum orðum, íhaldsmenn.14 Það er hins vegar rangt, sem haldið hefur
12 Jacques Derrida, Points de suspension, bls. 388.
13 Sjá til dæmis greiningar Michels Surya í bók hans L’Imprécation littéraire.
Matériologies, I, París: Farrago, 1999.
14 Sjá Terry Eagleton, After Theory, London: Penguin Books, 2003, bls. 65.
IRma eRlInGsdóttIR