Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 61
61
verið fram, að afbygging Derrida feli í sér fortíðarþrá eða sorgarferli.15
Þvert á móti táknar hún von og staðfestingu á lífinu. Afbyggingin á að vera
frelsandi, án þess að fela í sér frelsun.16
Derrida leit á bókmenntir sem eins konar opinbera stofnun sem væri
opin fyrir öllum málefnum. Það sem einkenndi evrópskar bókmenntir væri
að þær tengdust á óafturkræfan hátt laga- og stjórnmálaþróun: frelsinu til
að segja allt á opinberum vettvangi – málfrelsinu sjálfu. Bókmenntirnar
bera vott um mátt samlíkingarinnar: „líkt og …“. Þær geta skapað veru-
leika sem er annar en sá sem við þekkjum og eru því dæmi um refhverfan
veikan mátt.
Lýðræði og bókmenntir eru tengd órjúfanlegum böndum (t.d. í sögu-
legum skilningi). Til þess að lýðræði fái þrifist verður bókmenntastofnunin
að vera frjáls: Sjálf væri hún ekki möguleg nema í lýðræðislegu samhengi.
Lýðræðið verður að vera eitthvað ó-orðið, eitthvað sem á eftir að koma
eða gæti komið. Á sama hátt og skáldskapurinn þarf lýðræðið að vera skil-
yrðislaust og sífellt verðandi. Bókmenntirnar eiga það sameiginlegt með
lýðræði að þær hafa ekki að geyma neinn fastan kjarna, enga endanlega
merkingu. Þær hafa rétt til að segja allt og jafnframt að segja ekki allt – og
þar með að gagnrýna allt. Bókmenntir ættu hafa rétt á því að búa yfir
leyndarmáli og þegja yfir því. Þeim ætti ekki að gera að standa skil á kröf-
um valdsins, beygja sig undir það, hvort sem um væri að ræða ríkisvald,
trúarbrögð eða stjórnmálaflokka. Þessi réttindi gera bókmenntum kleift að
spyrja spurninga sem heimspekin hefur lengstum leitt hjá sér.17
Pólitískar væntingar: „Verðandi lýðræði“ og Evrópa
Í kenningum Derrida er hugtakið lýðræði ekki einhlítt og innantómt hug-
tak eða tugga. Það er „komandi“ eða „verðandi“ (fr. démocratie á venir).
Mestu máli skiptir að lýðræðið má aldrei verða. Um leið og það er orðið er
það ekki lengur. Það er á stöðugum skilafresti og það þarf að vera ómögu-
legt. Að halda því fram að lýðræði sé komið, orðið, í eitt skipti fyrir öll
brýtur í bága við anda lýðræðis þar sem fullkomið lýðræði ætti að vera opið
fyrir ólíkum sjónarmiðum og mismun. Skrifin eru í nánum tengslum við
15 Sjá svar Jacques Derrida við ummælum Toni Negri í Marx & Sons, París: PUF/
Galilée, 2002, bls. 86.
16 Roger-Pol Droit, „Qu’est-ce que la déconstruction?“, viðtal við Jacques Derrida,
Le Monde, 12. október 2004.
17 Jacques Derrida, Donner la mort (París: Galilée, 1999), bls. 90–91 og bls. 127.
Ó-oRðIð MILLI BÓKMENNTA oG HEIMSPEKI