Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 64
64
Líkamleg orðræða: Bókmenntalegar aðgerðir sem andóf
Höfundarverk Hélène Cixous er margþætt. Hún hefur skrifað fræðigrein-
ar um konur og „kvenskrif“ (fr. écriture féminine), einkum í upphafi ferils
síns, auk skáldsagna sem eru þó harla óvenjulegar. Cixous hefur einnig
skrifað fjölmörg leikrit, einkum í samvinnu við leik(hús)stjórann Ariane
Mnouchkine sem hefur verið meðal merkustu leikstjóra Frakklands í ára-
tugi. Það eru einkum leikrit Cixous sem eru pólitísk og sum þeirra hafa
beinlínis verið þáttur í beinum andófsaðgerðum, t.d. varðandi ólöglega
flóttamenn í Frakklandi.
Hvað varðar tengsl heimspeki og bókmennta má segja að Cixous hafi
komið sér upp eins konar fagursiðfræði. Hún lítur á bókmenntir sem tæki
til að hugsa það sem heimspekin hefur ekki þorað að hugsa vegna þess
hversu niðurnjörvuð hún getur orðið. Aðgerðir Cixous felast í bið, þolin-
mæði og auðmýkt gagnvart því sem gerist í tungumálinu. Hið ljóðræna er
ekki bundið ljóðforminu; það er leið innan tungumálsins til að öðlast sam-
félagslegt frelsi. Þetta er gert með því að láta reyna á nýja rithætti eða ann-
ars konar talsmáta. og hjá Cixous eru það alltaf tengsl við „hinn“ sem gera
opnunina mögulega.
Til eru rithættir sem teljast góðir og eiga að sýna „rétta frönsku“, en
þeir stuðla að landamærum sem verja franska þjóðernishyggju og franskt
þjóðerni, hvað sem það kostar. Þó eru einnig til aðrir hættir sem ganga
þvert á þessa tilhneigingu og grafa undan frönskunni. Þeir eiga sér t.d. stað
í setningagerðinni og miða að því að gera frönskuna opna, móttækilega,
teygjanlega og umburðarlynda. Þessi opna franska er fær um að heyra
aðrar raddir í eigin líkama og vísar til mikilvægrar byltingarhefðar í
frönskum skáldskap, sem Cixous tengist, og rekja má til Arthurs Rimbaud
og lengra aftur. Hún gengur út á skáldskap sem fer út fyrir mörkin – sem
flettir tungumálinu við. Hér er jafnan um að ræða vinnslu með táknmynd-
ina eða táknið og svo verður að koma til pólitísk afstaða. „Að hugsa póet-
ískt er að gefa hinu formlausa form og fara til móts við hið óþekkta“, skrif-
aði Rimbaud í bréfi sínu „La lettre du voyant“,26 þar sem hann grefur
undan viðteknum hugmyndum og gildum og sér fyrir komu þess sem er
annað – eins og að tími kvenna ætti eftir að renna upp.
26 Arthur Rimbaud, Œuvres complètes, París: Gallimard, 1972, bls. 248–254.
IRma eRlInGsdóttIR