Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 66
66
hefðbundnu skáldsögunni, í skáldsöguformi. Hún túlkar verk Cixous sem
„poéthique“ (með h-i) sem er smíðað úr orðunum poétique (skáldlegt) og
éthique (siðfræði). Calle-Gruber hefur einnig notað orðið esthéthique eða
fagursiðfræði (með tveimur h-um) um verk Cixous sem gerast þar sem
ljóð listin eða skáldskapurinn og heimspekin koma saman og skrifin losa sig
undan ákveðinni raunsæishyggju, takmarkandi hefðum og veita svigrúm.
Hún bjó til samsettu sögnina „penser-écrire“ til að lýsa skrifum Cixous, en
orðið er samsett úr sögnunum að hugsa og skrifa. Textar Cixous eru ljóð-
rænir og inn í þá fléttast eins konar skáldskaparmál. Hugleiðingar um
skáldskap eru settar fram með orðum þess sem gerir, mótar.
Fiksjónir og leyndardómar
Skáldlegir textar Cixous sameina þannig prósa, ljóð og heimspeki. Hún
kallar þá „fiction“ en ekki „roman“. orðið „fiction“ hefur tvær megin-
merkingar: Auk þess að þýða „skáldsaga“ merkir það „tilbúningur, ímynd-
un, uppspuni, heilaspuni“. „Fiksjónir“ (skáldskrif) Cixous falla undir þessa
síðarnefndu merkingu orðsins; textinn er svið ímyndunar og mótunar.
Hefðbundin hugtök bókmenntafræðinnar, eins og „flækja“ og „lausn“,
eiga vart við um fiksjónir Cixous. Nærtækara væri að nota orðið „leyndar-
mál“ eða „leyndardómur“. orðsifjar orðsins „secret“ eru áhugaverðar í
þessu sambandi: secretus á latínu þýðir aðskilin, á skilum, til hliðar – á
mörkum. Þetta er einmitt það sem landamærin, sem eru hér til umfjöll-
unar, vísa oft til – hins óræða. Myndmálið kemur í stað sögufléttu í textum
Cixous og textaorkan er á vissan hátt líkömnuð. Líkaminn í skrifunum er
yrkjandi – vinnur og semur – og lesandinn finnur fyrir stritinu, fyrir því að
verið er að skrifa textann. Atburðirnir verða í tungumálinu. Persónur eru
óskýrar, sjónarhorn flöktandi og gagnsæi tungumálsins er storkað, línu-
legur tími hverfist í marglaga tíma. Mörg þessara einkenna þekkjum við
frá módernískum rithöfundum, en það sem er sérstakt við Cixous er á
hversu öfgakenndan og ýktan hátt hún vinnur úr þeim.
Hjá Cixous er það einatt tungumálið eða franskan sem er viðfangsefnið.
Tungan hefur orðið og möguleikar hennar eru innviðir textans. Textarnir
eru samsettir úr viðburðum eða „orðaburðum“. Tungumálið er efniviður
– vinnslan verður að viðfangsefni. Það er á sjálfri blaðsíðunni sem hlut-
irnir gerast.31 Segja má að Cixous „villi“ tungumálið eða leyfi því öllu
31 „(Leik)sviðið er líka í setningunni,“ segir Cixous. Kathleen o’Grady, „Guardian of
Language. An Interview with Hélène Cixous“, bls. 8.
IRma eRlInGsdóttIR