Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 68
68
geta hins vegar leitt til eða verið uppspretta hugsunar („Échouer: penser“).
Hvað varðar merkinguna að „enda, eða hafna að lokum einhvers staðar“ er
því verið að skerpa á því að hugsunin fer alltaf lengra en markmiðið.
Hugsunin skreppur sífellt undan markhyggjunni/markinu (fr. téléologie).35
Hugsunin kemur ekki á undan eða á eftir. Hún verður í skrifunum sjálf-
um á sama hátt og merkingin verður ekki á undan eða á eftir heldur á
meðan. „Villan“ (eða það sem kemur eða verður án þess að gera boð á
undan sér) vekur hugsunina, magnar skrifin. Textinn hlustar bókstaflega á
sjálfan sig, hlustar eftir sér: „Maður skrifar með eyranu,“ segir Cixous.36
Það er m.a. þetta sem Derrida virðist hafa í huga þegar hann skrifar að
Cixous sé „hugsandi skáld“ (eins og nefnt var hér á undan); bækur Cixous
verða þar eða á þeim stað þar sem „ég veit ekkert, eða næstum því ekkert“
(sbr. bók Vladimirs Jankélévitch, Le je-ne-sais-quoi et le Presque-rien37). En
sá staður gerir mögulegt að spyrja alls kyns spurninga. Textinn er leitandi
og laus við valdatilburði. Efinn, óvissan, óttinn og óöryggið eru grundvallar-
þættir í framvindu textans.
Tengsl mín og annars
Máttur bókmennta felst í því að halda leyndarmálinu leyndu, óráðnu; jafn-
vel þótt játning eða uppljóstrun eigi sér stað er vitnisburðurinn (frásögn
einhvers um eitthvað) alltaf óráðinn/óræður. Það er ekki hægt að sanna
hvort hann er „réttur“.38 Þannig er um að ræða leyndarmál sem er óút-
skýrt rétt eins og „hinn“ eða „annar“ í siðfræði afbyggingar. Ómöguleiki
þess að þekkja „hinn“ getur af sér tengsl sem byggja á viðurkenningu og
virðingu. Þessa hugsun má einnig rekja til áhrifa Emmanuels Levinas á
Derrida.
Í augum Derrida tókst Levinas að sýna fram á hvernig frumspekin,
skynsemin, leiðir hjá sér siðfræðileg samskipti fólks.39 Levinas taldi sið-
fræðina ráðast af því að hinn drægi frelsi mitt og sjálf í efa. Það sem greinir
35 Sama stað.
36 Hélène Cixous og Mireille Calle-Grüber, Photos de racines, bls. 73.
37 Sbr. Vladimir Jankélévitch, Le je-ne-sais-quoi et le Presque-rien, París: Points, 1981.
38 Jacques Derrida, „Poétique et politique du témoignage“, Jacques Derrida, Cahiers
de L’Herne, 83, ritstj. Marie-Louise Mallet og Ginette Michaux, París: Éditions de
l’Herne, 2004, bls. 521 og 534.
39 Sjá David Mikics, Who Was Jacques Derrida? An Intellectual Biography, New Haven
og London: yale University Press, 2009, bls. 126. Sjá einnig Emmanuel Levinas,
Entre Nous: Thinking-of-the-Other, London og New york: Continuum, 1998.
IRma eRlInGsdóttIR